Stundum verðum við að föndra grös og róla í núinu Brynja Dís Björnsdóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Samfélag okkar rótast í skólamálum og veit sífellt minna um ætlan yfirvalda og ætlan þjóðarinnar. Þjóðin mun föndra það sem þarf til að skólakerfið geti starfað og undirbúið börnin okkar undir lífið. Læti samfélagsins í dag verða skólunum erfið og ýmislegt spennandi á eftir að koma í ljós þegar þjóðin öðlast reynslu í framtíðinni varðandi tækni í rafiðnaði og sölu á raforku. Þjóðin verður ötul þegar hún fær verkefni sem hvetja hana til dáða. Þjóðin verður smám saman örugg um það að ætlan leiðtoga þjóðarinnar sé að þjóna þjóðinni en ekki sjálfum sér. Þjóðin mun verða óttalaus og öðlast aftur þann kraft sem hún hafði fyrir hrun. Þjóðin verður að fá tækifæri til að átta sig á nýrri og þrengri fjárhagsstöðu og þjóðin verður að fá peningana til sín sem bankarnir yfirtóku eftir hrunið. Yfirtaka bankanna á ötulu sparifé þjóðarinnar og erlendum lánum hefur veikt þjóðina og veikt skólakerfið. Þjóðin þarf að verða hún sjálf aftur og verða stolt. Skólakerfinu þarf að hjálpa í gegnum þessar þrengingar og yfirvöld munu koma til með að þurfa að rétta skólunum hjálparhönd. Hjálpin þarf að koma fljótt því þjóðin getur ekki meir. Þjóðin þjáist vegna peningaleysis og hún verður særð til ólífis ef ekki koma til peningar frá bönkunum. Samfélagsleg hnignun mun eiga sér stað og kjör fólks verða óásættanleg. Samfélagið mun verða óttalaust vegna peningaleysisins og ætlar sér það sem því ber. Peningaleysið verður smám saman til þess að þjóðin lætur stjórnvöld finna fyrir reiði sinni, fyrst í formi kærleiksverka, síðar sem læti og æsing gegn yfirvöldum. Þjóðin verður ekki bættari með það því þjóðin í dag þarf peninga en ekki stríð. Skólakerfið er að brotna vegna peningaleysis og reiði þjóðarinnar mun smám saman rústa skólakerfið. Reiði fólksins mun magnast vegna kennara sem gefast upp vegna aukins álags og ætlan stjórnvalda vegna niðurskurðar að setja meiri vinnu á þá. Í dag eru kennarar að sligast undan kröfum heimilanna um ábyrgð kennara á börnum þeirra, og foreldrar í dag eru að kikna undan álagi vegna fjárhagsáhyggna og atvinnuóöryggis. Skólarnir geta ekki borið þessa byrði einir, yfirvöld verða að sýna ábyrgð og setja fjármagn í skólakerfið. Í dag koma einungis sveitarfélögin að fjármögnun skólanna, mörg þeirra eru í erfiðleikum og ráða ekki við að halda úti skólastarfi. Þjóðfélagið má ekki við því að stoðir menntunar þjóðarinnar bresti, kennarar gefist upp, reiðin búi um sig í skólunum og nemendur upplifi sig sem bagga á þjóðinni. Nemendur munu vona að þjóðfélagið muni smám saman reyna að hjálpa skólunum vegna mikilvægis þeirra sem fólk framtíðarinnar. Ef það gerist hins vegar ekki fá nemendur þau skilaboð að líf þeirra sé minna virði en þeirra fullorðnu. Skólarnir geta lítið gert til að sýna nemendum hið gagnstæða því söknuður starfsfólksins eftir peningum mun líka verða þeim erfiður. Skólakerfið mun veikjast vegna þessa og koma því til leiðar að þjóðinni mun verða misboðið og gera uppreisn. Þjóðin mun sækja peningana sína og samfélagið mun lamast. Þjóðin mun ekki sætta sig við skólakerfi sem sýnir börnum þeirra lítilsvirðingu. Þjóðin mun krefjast ötullar uppbyggingar á menntakerfi þjóðarinnar og skólakerfis sem lítur á nemendur sem þjóðfélagsþegna. Þjóðin mun sópa burt ráðamönnum og sækja þá til saka fyrir að hafa litið fram hjá mikilvægi menntunar æsku landsins og þóknast bönkunum. Þjóðin mun sækja rétt sinn til menntunar barna sinna með því að setja fjármagn í menntamál. Þjóðin verður ekki ánægð fyrr en kennararnir verða ánægðir, foreldrarnir verða ánægðir, starfsfólkið í umönnunarstörfunum verður ánægt, vegna þess að nemendur verða ekki sælir í skólanum fyrr en starfsfólkið verður sælt. Þjóðin mun sjá að peningar bankanna verða að koma til þjóðarinnar, skólarnir geta ekki tekið meiri niðurskurð á sig, skólastarfið í dag þarf fjármagn til að það geti sinnt hlutverki sínu. Þjóðin mun sjá að það verður að setja peninga í skólastarfið og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Samfélag okkar rótast í skólamálum og veit sífellt minna um ætlan yfirvalda og ætlan þjóðarinnar. Þjóðin mun föndra það sem þarf til að skólakerfið geti starfað og undirbúið börnin okkar undir lífið. Læti samfélagsins í dag verða skólunum erfið og ýmislegt spennandi á eftir að koma í ljós þegar þjóðin öðlast reynslu í framtíðinni varðandi tækni í rafiðnaði og sölu á raforku. Þjóðin verður ötul þegar hún fær verkefni sem hvetja hana til dáða. Þjóðin verður smám saman örugg um það að ætlan leiðtoga þjóðarinnar sé að þjóna þjóðinni en ekki sjálfum sér. Þjóðin mun verða óttalaus og öðlast aftur þann kraft sem hún hafði fyrir hrun. Þjóðin verður að fá tækifæri til að átta sig á nýrri og þrengri fjárhagsstöðu og þjóðin verður að fá peningana til sín sem bankarnir yfirtóku eftir hrunið. Yfirtaka bankanna á ötulu sparifé þjóðarinnar og erlendum lánum hefur veikt þjóðina og veikt skólakerfið. Þjóðin þarf að verða hún sjálf aftur og verða stolt. Skólakerfinu þarf að hjálpa í gegnum þessar þrengingar og yfirvöld munu koma til með að þurfa að rétta skólunum hjálparhönd. Hjálpin þarf að koma fljótt því þjóðin getur ekki meir. Þjóðin þjáist vegna peningaleysis og hún verður særð til ólífis ef ekki koma til peningar frá bönkunum. Samfélagsleg hnignun mun eiga sér stað og kjör fólks verða óásættanleg. Samfélagið mun verða óttalaust vegna peningaleysisins og ætlar sér það sem því ber. Peningaleysið verður smám saman til þess að þjóðin lætur stjórnvöld finna fyrir reiði sinni, fyrst í formi kærleiksverka, síðar sem læti og æsing gegn yfirvöldum. Þjóðin verður ekki bættari með það því þjóðin í dag þarf peninga en ekki stríð. Skólakerfið er að brotna vegna peningaleysis og reiði þjóðarinnar mun smám saman rústa skólakerfið. Reiði fólksins mun magnast vegna kennara sem gefast upp vegna aukins álags og ætlan stjórnvalda vegna niðurskurðar að setja meiri vinnu á þá. Í dag eru kennarar að sligast undan kröfum heimilanna um ábyrgð kennara á börnum þeirra, og foreldrar í dag eru að kikna undan álagi vegna fjárhagsáhyggna og atvinnuóöryggis. Skólarnir geta ekki borið þessa byrði einir, yfirvöld verða að sýna ábyrgð og setja fjármagn í skólakerfið. Í dag koma einungis sveitarfélögin að fjármögnun skólanna, mörg þeirra eru í erfiðleikum og ráða ekki við að halda úti skólastarfi. Þjóðfélagið má ekki við því að stoðir menntunar þjóðarinnar bresti, kennarar gefist upp, reiðin búi um sig í skólunum og nemendur upplifi sig sem bagga á þjóðinni. Nemendur munu vona að þjóðfélagið muni smám saman reyna að hjálpa skólunum vegna mikilvægis þeirra sem fólk framtíðarinnar. Ef það gerist hins vegar ekki fá nemendur þau skilaboð að líf þeirra sé minna virði en þeirra fullorðnu. Skólarnir geta lítið gert til að sýna nemendum hið gagnstæða því söknuður starfsfólksins eftir peningum mun líka verða þeim erfiður. Skólakerfið mun veikjast vegna þessa og koma því til leiðar að þjóðinni mun verða misboðið og gera uppreisn. Þjóðin mun sækja peningana sína og samfélagið mun lamast. Þjóðin mun ekki sætta sig við skólakerfi sem sýnir börnum þeirra lítilsvirðingu. Þjóðin mun krefjast ötullar uppbyggingar á menntakerfi þjóðarinnar og skólakerfis sem lítur á nemendur sem þjóðfélagsþegna. Þjóðin mun sópa burt ráðamönnum og sækja þá til saka fyrir að hafa litið fram hjá mikilvægi menntunar æsku landsins og þóknast bönkunum. Þjóðin mun sækja rétt sinn til menntunar barna sinna með því að setja fjármagn í menntamál. Þjóðin verður ekki ánægð fyrr en kennararnir verða ánægðir, foreldrarnir verða ánægðir, starfsfólkið í umönnunarstörfunum verður ánægt, vegna þess að nemendur verða ekki sælir í skólanum fyrr en starfsfólkið verður sælt. Þjóðin mun sjá að peningar bankanna verða að koma til þjóðarinnar, skólarnir geta ekki tekið meiri niðurskurð á sig, skólastarfið í dag þarf fjármagn til að það geti sinnt hlutverki sínu. Þjóðin mun sjá að það verður að setja peninga í skólastarfið og það strax.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar