Fíkniefni og fangelsi Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Lengi hef ég undrast afstöðu yfirvalda og almennings til fíkniefna. Yfirvöld ákveða hvaða fíkniefni eru lögleg, eins og reyktóbak og alkóhól auk annarra fíkniefna sem eru svo ný á markaðnum að þau hafa enn ekki verið skilgreind sem slík. Samkvæmt skilgreiningu – ekki endilega raunverulegri ástæðu – eru aðrar tegundir fíkniefna ólöglegar. Ólögleg fíkniefni eru mjög dýr og eru því gríðarleg gróðrarstía fyrir seljendur. Og af því að fjármunir skipta geysimiklu máli í sambandi við fíkniefni þrífst hér mikið glæpasamfélag í kring um þau. Verslun með fíkniefni er uppspretta mikilla mannlegra harmleikja og harðsvíraðra glæpa, eins og síendurteknar líkamsárásir og nýleg dráp og drápstilraunir sanna, að ógleymdum öllum innbrotunum sem eru afleiðing verslunar með fíkniefni. Má vera að farið sé að líta á innbrot sem sjálfsagðan hlut í okkar samfélagi – til þess eru tryggingarnar, eða hvað? Ég kann þessu ástandi illa. Hvað er hægt að gera? Felst lausnin í byggingu stærri fangelsa? Mér finnst nær að líta á þennan vanda með fyrirbyggjandi ráðstafanir í huga. Svo tekið sé mið af læknisfræði þá læknar maður ekki húðkrabbamein með því einu að að setja umbúðir á blettinn, það þarf að forðast orsakarvaldinn. Á sama hátt gildir væntanlega í hagfræðinni: Ef engin er gróðavonin (orsök) verður ekkert af viðskiptum (afleiðing). Án orsakar – engin afleiðing. Hví má ekki beita sömu fræðum í sambandi við viðskipti með fíkniefni? Hvað ef fíkniefnin væru seld í apótekum á kostnaðarverði? Er þá ekki fótunum kippt undan ólöglegri sölustarfsemi, gróðavon og glæpastarfsemi? Fíkniefni munu áfram verða til staðar og sótt verður í þau hvað sem hver segir. Með því að afgreiða fíkniefni í apótekum væri þó hægt að halda utan um vandann, halda skrá yfir þá einstaklinga sem hafa ánetjast þessum óæskilegu efnum og veita þeim aðstoð til að vinna bug á fíkninni. Þeir sem vilja lifa í heimi óraunveruleikans munu halda áfram að gera það. En það verða engir dílerar í skúmaskotum og á skólalóðum til að vanabinda börn og aðra þegar hagnaðarvonin er horfin. Þegar hætt verður að skilgreina fíkniefni sem ólögleg, og heilbrigðisyfirvöld hafa á vissan hátt stjórn á neyslu þeirra, mun samfélagið spara ógrynni fjármagns sem í dag fer í tolleftirlit, löggæslu, réttarkerfi og fangelsismál að ógleymdum þeim harmi sem fylgir innbrotum og glæpum. Miðað við þá staðreynd að nálægt 40% fanga á Litla-Hrauni tengjast sölu fíkniefna mætti meira að segja spara heilt fangelsi á Hólmsheiði. En eins og segir í myndinni American Gangster: „Margir hafa miklar tekjur af þessu ástandi.“ Ætlum við að láta þá staðreynd vega þyngra? Auðvitað er markmiðið með þessu ekki að gera landið að ódýrri fíkniefnanýlendu fyrir útlendinga, en þetta gæti orðið fyrsta skrefið í alþjóðlegum aðgerðum til að brjóta niður þann tvískinnung sem gildir víðast hvar um fíkniefni, sölu þeirra og vonlausa baráttu gegn henni. Viðurkenna þarf vandann sem er til staðar og sýna fram á ókosti þess að ánetjast fíkninni en leggja í stað þess áherslu á heilbrigðari lífsstíl. Staðreynd er jú að stöðugt fækkar tóbaksreykingafólki á Íslandi, andfíkniefnalegur áróður ber árangur. Nú ætla ég rétt að vona að enginn skilji orð mín þannig að ég sé hlynntur neyslu fíkniefna. En fíkniefni eru staðreynd, og það er borgaraleg skylda mín – og ykkar – að reyna að vinna bug á þessu ófremdarástandi sem hér ríkir á mjög mörgum sviðum þjóðfélagsins, þar sem gróði af sölu ólöglegra fíkniefna, en ekki neysla þeirra, er meginástæðan fyrir ýmsum hörmungum og hrikalegum glæpum í okkar samfélagi. Ég sé ekki betur en hægt væri að koma í veg fyrir þennan blett á okkar annars þokkalega þjóðlífi með því að taka á orsökinni en ekki afleiðingunum. Skrifað á dánardægri Ólafs Þórðarsonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hef ég undrast afstöðu yfirvalda og almennings til fíkniefna. Yfirvöld ákveða hvaða fíkniefni eru lögleg, eins og reyktóbak og alkóhól auk annarra fíkniefna sem eru svo ný á markaðnum að þau hafa enn ekki verið skilgreind sem slík. Samkvæmt skilgreiningu – ekki endilega raunverulegri ástæðu – eru aðrar tegundir fíkniefna ólöglegar. Ólögleg fíkniefni eru mjög dýr og eru því gríðarleg gróðrarstía fyrir seljendur. Og af því að fjármunir skipta geysimiklu máli í sambandi við fíkniefni þrífst hér mikið glæpasamfélag í kring um þau. Verslun með fíkniefni er uppspretta mikilla mannlegra harmleikja og harðsvíraðra glæpa, eins og síendurteknar líkamsárásir og nýleg dráp og drápstilraunir sanna, að ógleymdum öllum innbrotunum sem eru afleiðing verslunar með fíkniefni. Má vera að farið sé að líta á innbrot sem sjálfsagðan hlut í okkar samfélagi – til þess eru tryggingarnar, eða hvað? Ég kann þessu ástandi illa. Hvað er hægt að gera? Felst lausnin í byggingu stærri fangelsa? Mér finnst nær að líta á þennan vanda með fyrirbyggjandi ráðstafanir í huga. Svo tekið sé mið af læknisfræði þá læknar maður ekki húðkrabbamein með því einu að að setja umbúðir á blettinn, það þarf að forðast orsakarvaldinn. Á sama hátt gildir væntanlega í hagfræðinni: Ef engin er gróðavonin (orsök) verður ekkert af viðskiptum (afleiðing). Án orsakar – engin afleiðing. Hví má ekki beita sömu fræðum í sambandi við viðskipti með fíkniefni? Hvað ef fíkniefnin væru seld í apótekum á kostnaðarverði? Er þá ekki fótunum kippt undan ólöglegri sölustarfsemi, gróðavon og glæpastarfsemi? Fíkniefni munu áfram verða til staðar og sótt verður í þau hvað sem hver segir. Með því að afgreiða fíkniefni í apótekum væri þó hægt að halda utan um vandann, halda skrá yfir þá einstaklinga sem hafa ánetjast þessum óæskilegu efnum og veita þeim aðstoð til að vinna bug á fíkninni. Þeir sem vilja lifa í heimi óraunveruleikans munu halda áfram að gera það. En það verða engir dílerar í skúmaskotum og á skólalóðum til að vanabinda börn og aðra þegar hagnaðarvonin er horfin. Þegar hætt verður að skilgreina fíkniefni sem ólögleg, og heilbrigðisyfirvöld hafa á vissan hátt stjórn á neyslu þeirra, mun samfélagið spara ógrynni fjármagns sem í dag fer í tolleftirlit, löggæslu, réttarkerfi og fangelsismál að ógleymdum þeim harmi sem fylgir innbrotum og glæpum. Miðað við þá staðreynd að nálægt 40% fanga á Litla-Hrauni tengjast sölu fíkniefna mætti meira að segja spara heilt fangelsi á Hólmsheiði. En eins og segir í myndinni American Gangster: „Margir hafa miklar tekjur af þessu ástandi.“ Ætlum við að láta þá staðreynd vega þyngra? Auðvitað er markmiðið með þessu ekki að gera landið að ódýrri fíkniefnanýlendu fyrir útlendinga, en þetta gæti orðið fyrsta skrefið í alþjóðlegum aðgerðum til að brjóta niður þann tvískinnung sem gildir víðast hvar um fíkniefni, sölu þeirra og vonlausa baráttu gegn henni. Viðurkenna þarf vandann sem er til staðar og sýna fram á ókosti þess að ánetjast fíkninni en leggja í stað þess áherslu á heilbrigðari lífsstíl. Staðreynd er jú að stöðugt fækkar tóbaksreykingafólki á Íslandi, andfíkniefnalegur áróður ber árangur. Nú ætla ég rétt að vona að enginn skilji orð mín þannig að ég sé hlynntur neyslu fíkniefna. En fíkniefni eru staðreynd, og það er borgaraleg skylda mín – og ykkar – að reyna að vinna bug á þessu ófremdarástandi sem hér ríkir á mjög mörgum sviðum þjóðfélagsins, þar sem gróði af sölu ólöglegra fíkniefna, en ekki neysla þeirra, er meginástæðan fyrir ýmsum hörmungum og hrikalegum glæpum í okkar samfélagi. Ég sé ekki betur en hægt væri að koma í veg fyrir þennan blett á okkar annars þokkalega þjóðlífi með því að taka á orsökinni en ekki afleiðingunum. Skrifað á dánardægri Ólafs Þórðarsonar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun