Lífið

Fengu geisladiska og plaköt

Darryl Brown, Páll Óskar og Craig Murray áttu góðan fund í anddyri 1919-hótelsins við Pósthússtræti. Páll gaf þeim félögum bæði plaköt og geisladiska.Fréttablaðið/Vilhelm
Darryl Brown, Páll Óskar og Craig Murray áttu góðan fund í anddyri 1919-hótelsins við Pósthússtræti. Páll gaf þeim félögum bæði plaköt og geisladiska.Fréttablaðið/Vilhelm
„Hann var virkilega ljúfur maður og gaf okkur geisladiska og plaköt,“ segir Craig Murray, ástralskur aðdáandi Páls Óskars Hjálmtýssonar. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hefur Páll Óskar lengi verið í uppáhaldi hjá Murray sem ásamt sambýlismanni sínum, Daryl Brown, er staddur hér á landi til að drekka í sig jólastemninguna og fara á tónleika með Frostrósum á Akureyri.

Craig og Daryl vöktu mikla athygli þegar þeir óskuðu eftir því að fá að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, eins og Fréttablaðið greindi frá. Forsætisráðuneytið varð ekki við bón þeirra en Páll hikaði ekki eitt andartak þegar Craig lýsti því yfir að hann vildi mjög gjarnan hitta hann og bókaði stefnumót við þá félaga í anddyri 1919-hótelsins við Pósthússtræti. Að sögn Craig kom Páll þeim verulega á óvart og var nýbúinn að kveðja þá félaga þegar Fréttablaðið náði tali af Craig eftir rúmlega klukkutíma langan fund. „Þetta hefði aldrei gerst í Ástralíu, að einhver gæfi sér svona langan tíma í að sinna aðdáendum. Hann sagðist hafa verið búinn að skipuleggja ferð til Ástralíu þegar bankahrunið varð og að það væri á dagskránni í náinni framtíð að heimsækja landið,“ segir Craig sem heldur af landi brott þann 22.desember. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.