Litli bróðir Ingós með lög unga fólksins á hreinu 19. desember 2011 14:30 Ingó og Guðmundur koma oft fram saman um þessar mundir. fréttablaðið/stefán Söngvarinn Ingó tekur yngri bróður sinn Guðmund stundum með upp á svið, enda sá yngri liðtækur söngvari. „Hann er stundum með. Það er gaman fyrir mig, enda þreytandi að vera alltaf einn. Það er gott að fá einhvern sem syngur,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó. Ingó tróð upp á skemmtistaðnum Oliver á fimmtudagskvöld ásamt Guðmundi bróður sínum. Ingó hefur æ oftar fengið Guðmund til að troða upp með sér, en sá yngri er ekki síður liðtækur söngvari og skemmtikraftur en sá eldri. „Ég er að hjálpa honum að vinna sér inn smá pening áður en hann fer til Vestmannaeyja,“ segir Ingó, en Guðmundur spilar fótbolta með ÍBV í Pepsi-deildinni og undirbúningstímabilið er skammt undan. Guðmundur og Ingó eru frá Selfossi, en þar hefur sá yngri komið reglulega fram undanfarin misseri á meðan sá eldri hefur troðið upp um allt land. Ingó segir að Guðmundur hafi ekki stokkið á tækifærið að koma fram með honum í höfuðborginni, „Hann var aðeins tregur að gera það,“ segir Ingó. „En ef við erum tveir, þá lætur hann vaða. Hann hefur líka tekið í bongótrommu, hann man ekki alveg lögin á gítar. Ef hann er með bongó er hann góður.“ En er ekki hættulegt að vera með yngri útgáfu af þér með á sviðinu? Verður hann ekki bókaður einn á Oliver innan tíðar? „Það endar örugglega þannig. Síðast voru stelpurnar líka meira utan í honum. Það var gaman að vera í þeirri stöðu, þá veit maður hvernig Veðurguðunum leið í gamla daga,“ segir Ingó í léttum dúr. Ingó segir þá bræður bæta hvor annan upp. Guðmundur er rétt tæplega tvítugur en Ingó kominn á miðjan þrítugsaldurinn. Áherslurnar eru því ólíkar. „Hann er með FM-prógrammið á hreinu. Þessi vinsælu lög hjá unga fólkinu. Þannig að hann smellpassar í Oliver-stemninguna,“ segir Ingó léttur. „Hann er lélegur í Creedence, Bítlunum og Bubba, en góður í Chris Brown og Rihönnu.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Söngvarinn Ingó tekur yngri bróður sinn Guðmund stundum með upp á svið, enda sá yngri liðtækur söngvari. „Hann er stundum með. Það er gaman fyrir mig, enda þreytandi að vera alltaf einn. Það er gott að fá einhvern sem syngur,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó. Ingó tróð upp á skemmtistaðnum Oliver á fimmtudagskvöld ásamt Guðmundi bróður sínum. Ingó hefur æ oftar fengið Guðmund til að troða upp með sér, en sá yngri er ekki síður liðtækur söngvari og skemmtikraftur en sá eldri. „Ég er að hjálpa honum að vinna sér inn smá pening áður en hann fer til Vestmannaeyja,“ segir Ingó, en Guðmundur spilar fótbolta með ÍBV í Pepsi-deildinni og undirbúningstímabilið er skammt undan. Guðmundur og Ingó eru frá Selfossi, en þar hefur sá yngri komið reglulega fram undanfarin misseri á meðan sá eldri hefur troðið upp um allt land. Ingó segir að Guðmundur hafi ekki stokkið á tækifærið að koma fram með honum í höfuðborginni, „Hann var aðeins tregur að gera það,“ segir Ingó. „En ef við erum tveir, þá lætur hann vaða. Hann hefur líka tekið í bongótrommu, hann man ekki alveg lögin á gítar. Ef hann er með bongó er hann góður.“ En er ekki hættulegt að vera með yngri útgáfu af þér með á sviðinu? Verður hann ekki bókaður einn á Oliver innan tíðar? „Það endar örugglega þannig. Síðast voru stelpurnar líka meira utan í honum. Það var gaman að vera í þeirri stöðu, þá veit maður hvernig Veðurguðunum leið í gamla daga,“ segir Ingó í léttum dúr. Ingó segir þá bræður bæta hvor annan upp. Guðmundur er rétt tæplega tvítugur en Ingó kominn á miðjan þrítugsaldurinn. Áherslurnar eru því ólíkar. „Hann er með FM-prógrammið á hreinu. Þessi vinsælu lög hjá unga fólkinu. Þannig að hann smellpassar í Oliver-stemninguna,“ segir Ingó léttur. „Hann er lélegur í Creedence, Bítlunum og Bubba, en góður í Chris Brown og Rihönnu.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira