Uppvaxtarskilyrði vaxtarbroddsins 19. desember 2011 07:00 Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjónustu sem „vaxtarbrodd atvinnulífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálmkennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekkert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjónum að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferðamálum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofnana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðarráðherra beit hausinn af skömminni með því að setja ferðamálastjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferðamálum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Iceland“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „viðhorfskönnun“ þar sem niðurstaðan var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veruleika heldur örlítil fjölgun ferðamanna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökkuðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á markaðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árangurinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við viðlíka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitingahúsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast eingöngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr landinu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgreining á atvinnugreininni er villandi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnugreininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bensínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferðamanna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þolmörk út frá fjölda og aðdráttarafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámennið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar gerist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að einhver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun