Lífið

Coppola leikstýrir auglýsingu

Sofia Coppola var fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir afrakstur samstarfs H&M og Marni. 
nordicphotos/getty
Sofia Coppola var fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir afrakstur samstarfs H&M og Marni. nordicphotos/getty
Næsta samstarfsverkefni tískurisans H&M verður við ítalska tískuhúsið Marni og var engin önnur en Sofia Coppola fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir verkefnið. Auglýsingin var tekin upp í Marokkó nú í október og verður sýnd í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og á Netinu.

Samstarf þessara þriggja á án efa eftir að verða forvitnilegt og sagði Coppola í viðtali við WWD.com að hún hafi haft gaman af verkefninu. „Mér finnst frábært að H&M skuli með þessu gera hátísku aðgengilega öllum og Consuelo, hönnuður Marni, er einnig einlægur og áhugaverður hönnuður sem er annt um vinnu sína. Þannig að ég naut þess að vinna með þessum aðilum,“ sagði leikstjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.