Blanda af tveimur menningarheimum 19. desember 2011 17:00 Systurnar María og Guðrún Sigurðardætur hanna saman fallegar og einstakar flíkur undir nafninu Klukka. Systurnar María Björg og Guðrún Sigurðardætur hanna fallegan tískufatnað undir nafninu Klukka. Fyrsta lína systranna kom út fyrir skömmu og fæst meðal annars í versluninni Kiosk. María var einn af stofnendum Kiosk á sínum tíma en dró sig í hlé stuttu eftir opnun verslunarinnar til að sinna öðrum verkefnum. Hún ákvað síðan fyrir stuttu að taka höndum saman við systur sína og gefa út litla línu fyrir jólin sem inniheldur meðal annars kjóla, slár og fylgihluti. „Kjólarnir eru úr silki og með handteiknuðu munstri og eru framleiddir hér á landi. Móttökurnar hafa verið mjög góðar, ég hef fundið fyrir auknum áhuga fólks á íslenskri hönnun og verslunum eins og Kiosk sem reknar eru af hönnuðum," útskýrir María. Systurnar ólust upp í Englandi til unglingsaldurs og segir María að fatasmekkur þeirra sé blanda af þeim breska og íslenska og hönnun þeirra sömuleiðis. „Íslendingar og Skandinavar hafa einkennandi útlit og smekk sem ræðst bæði af veðurfari og menningu okkar. Bretinn er aftur á móti klassískari og tekur færri sénsa þegar kemur að tísku en leggur mikið upp úr góðum efnum og sniðum. Hönnun okkar tekur mið af þessu tvennu, við erum með sígilda vöru sem kaupandinn ætti að geta notað í mörg ár og úr besta efni sem völ er á en hressum upp á útlit flíkurinnar með skemmtilegu handteiknuðu munstri."María er menntaður fatahönnuður frá LHÍ og starfaði áður sem aðstoðarinnkaupastjóri tískudeildar Harrods í London í fimm ár. Guðrún starfaði einnig hjá sömu verslun í eitt ár og hafa systurnar því báðar verið viðloðandi tískubransann í nokkurn tíma. Ný lína er væntanleg frá systrunum með vorinu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra myklukka.is. sara@frettabladid.is Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Systurnar María Björg og Guðrún Sigurðardætur hanna fallegan tískufatnað undir nafninu Klukka. Fyrsta lína systranna kom út fyrir skömmu og fæst meðal annars í versluninni Kiosk. María var einn af stofnendum Kiosk á sínum tíma en dró sig í hlé stuttu eftir opnun verslunarinnar til að sinna öðrum verkefnum. Hún ákvað síðan fyrir stuttu að taka höndum saman við systur sína og gefa út litla línu fyrir jólin sem inniheldur meðal annars kjóla, slár og fylgihluti. „Kjólarnir eru úr silki og með handteiknuðu munstri og eru framleiddir hér á landi. Móttökurnar hafa verið mjög góðar, ég hef fundið fyrir auknum áhuga fólks á íslenskri hönnun og verslunum eins og Kiosk sem reknar eru af hönnuðum," útskýrir María. Systurnar ólust upp í Englandi til unglingsaldurs og segir María að fatasmekkur þeirra sé blanda af þeim breska og íslenska og hönnun þeirra sömuleiðis. „Íslendingar og Skandinavar hafa einkennandi útlit og smekk sem ræðst bæði af veðurfari og menningu okkar. Bretinn er aftur á móti klassískari og tekur færri sénsa þegar kemur að tísku en leggur mikið upp úr góðum efnum og sniðum. Hönnun okkar tekur mið af þessu tvennu, við erum með sígilda vöru sem kaupandinn ætti að geta notað í mörg ár og úr besta efni sem völ er á en hressum upp á útlit flíkurinnar með skemmtilegu handteiknuðu munstri."María er menntaður fatahönnuður frá LHÍ og starfaði áður sem aðstoðarinnkaupastjóri tískudeildar Harrods í London í fimm ár. Guðrún starfaði einnig hjá sömu verslun í eitt ár og hafa systurnar því báðar verið viðloðandi tískubransann í nokkurn tíma. Ný lína er væntanleg frá systrunum með vorinu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra myklukka.is. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira