Lífið

Óttast örlög Díönu

Ofurstjörnur verða sífellt fyrir ágangi ljósmyndara, líkt og Lady Gaga söng um í Paparazzi.
Ofurstjörnur verða sífellt fyrir ágangi ljósmyndara, líkt og Lady Gaga söng um í Paparazzi.
Lady Gaga er án vafa ein allra vinsælasta poppstjarna heims um þessar mundir, og nú er svo komið að hún er farin að óttast að frægð hennar verði til þess að hún hljóti sömu örlög og Díana prinsessa heitin.

Haft var eftir heimildarmanni að söngkonan vissi að hún væri nánast jafn þekkt og Díana var, og væri elt jafn brjálæðislega mikið af ljósmyndurum og aðdáendum. Gaga hefur dreymt að hún muni lenda í sams konar slysi og Díana, en prinsessan lést eins og flestir vita í bílslysi þegar bílstjóri hennar reyndi að komast undan ágengum ljósmyndurum. Lady Gaga óttast mikið að frægðin muni verða henni að aldurtila á einn hátt, enda sér hún sig sem Díönu 21. aldarinnar. „Díana prinsessa er hinn eini sanni píslarvottur frægðarinnar. Hún dó vegna hennar,“ var haft eftir söngkonunni.

Lady Gaga er þessa dagana að semja lag um Díönu, en eitt frægasta lag hennar, Paparazzi, var einnig samið með sögu hinnar ástsælu prinsessu í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.