Regína Ósk með fjölskylduna í tónleikaferð 10. desember 2011 15:00 Regína Ósk er á leiðinni í tónleikaferð um landið ásamt fjölskyldu sinni og tveimur hljóðfæraleikurum. fréttablaðið/anton „Ég ætla að taka fjölskylduna með mér, setja alla upp í bílinn og keyra af stað,“ segir Regína Ósk sem er á leiðinni í tónleikaferðalag um landið. Hún ætlar að syngja á sjö fjölskyldu- og jólatónleikum og verða þeir fyrstu í Dalvíkurkirkju á morgun en þeir síðustu í Lindakirkju í Kópavogi 21. desember. Maðurinn hennar, Svenni Þór, ætlar að spila með henni og syngja, auk þess sem níu ára dóttir hennar, Aníta, grípur í hljóðnemann. Hún söng einmitt með mömmu sinni lagið Bráðum koma jólin á jólaplötunni sem Regína Ósk gaf út í fyrra. „Hún er ekki bara þarna af því að hún er dóttir mín. Hún er rosalega góð og mjög efnileg. Hún verður örugglega betri en ég þegar hún verður stór.“ Söngkonan á aðra dóttur sem er álíka efnileg. „Litla stelpan kemur örugglega með eftir svona eitt til tvö ár.“ Einn barnakór verður á hverjum viðkomustað og hafa krakkarnir verið að æfa á fullu síðastliðinn mánuð. Þrír kóranna voru stofnaðir sérstaklega fyrir tónleikana. „Ég er ekkert smá ánægð með það,“ segir hún. Regína Ósk hefur síðastliðin tvö ár sungið í Lindakirkju á afmælisdegi sínum, 21. desember en ákvað að prófa tónleikaferð um landið í þetta sinn. „Ég fór bara með Frostrósum í fyrra og hafði engan tíma til að fylgja plötunni eftir. Núna verð ég í þriðja skiptið í Lindakirkju. Í staðinn fyrir að halda afmæli held ég tónleika. Þetta er orðin smá hefð hjá fjölskyldunni.“ Nýverið lauk hún söng sínum með Frostrósum þetta árið með sjö tónleikum í Hörpunni. „Það var geðveikt og allt öðruvísi. Við vorum svo mikið nær fólkinu en áður. Maður finnur svo mikið fyrir fólkinu.“ -fb Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Ég ætla að taka fjölskylduna með mér, setja alla upp í bílinn og keyra af stað,“ segir Regína Ósk sem er á leiðinni í tónleikaferðalag um landið. Hún ætlar að syngja á sjö fjölskyldu- og jólatónleikum og verða þeir fyrstu í Dalvíkurkirkju á morgun en þeir síðustu í Lindakirkju í Kópavogi 21. desember. Maðurinn hennar, Svenni Þór, ætlar að spila með henni og syngja, auk þess sem níu ára dóttir hennar, Aníta, grípur í hljóðnemann. Hún söng einmitt með mömmu sinni lagið Bráðum koma jólin á jólaplötunni sem Regína Ósk gaf út í fyrra. „Hún er ekki bara þarna af því að hún er dóttir mín. Hún er rosalega góð og mjög efnileg. Hún verður örugglega betri en ég þegar hún verður stór.“ Söngkonan á aðra dóttur sem er álíka efnileg. „Litla stelpan kemur örugglega með eftir svona eitt til tvö ár.“ Einn barnakór verður á hverjum viðkomustað og hafa krakkarnir verið að æfa á fullu síðastliðinn mánuð. Þrír kóranna voru stofnaðir sérstaklega fyrir tónleikana. „Ég er ekkert smá ánægð með það,“ segir hún. Regína Ósk hefur síðastliðin tvö ár sungið í Lindakirkju á afmælisdegi sínum, 21. desember en ákvað að prófa tónleikaferð um landið í þetta sinn. „Ég fór bara með Frostrósum í fyrra og hafði engan tíma til að fylgja plötunni eftir. Núna verð ég í þriðja skiptið í Lindakirkju. Í staðinn fyrir að halda afmæli held ég tónleika. Þetta er orðin smá hefð hjá fjölskyldunni.“ Nýverið lauk hún söng sínum með Frostrósum þetta árið með sjö tónleikum í Hörpunni. „Það var geðveikt og allt öðruvísi. Við vorum svo mikið nær fólkinu en áður. Maður finnur svo mikið fyrir fólkinu.“ -fb
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira