Lífið

Fyrirsæta þykir allt of grönn

Myndir af fyrirsætunni Karlie Kloss í ítalska Vogue hafa fengið mikla gagnrýni því fyrirsætan þykir allt of grönn á þeim. nordicphotos/getty
Myndir af fyrirsætunni Karlie Kloss í ítalska Vogue hafa fengið mikla gagnrýni því fyrirsætan þykir allt of grönn á þeim. nordicphotos/getty
Myndaþáttur ítalska Vogue með fyrirsætunni Karlie Kloss hefur vakið umtal vegna þess hve grönn fyrirsætan virðist á sumum myndunum. Nú hefur Vogue.it fjarlægt myndina sem fékk hvað mesta gagnrýni af vefsíðu sinni þar sem átröskunarsjúklingar hafa notað hana sem „thinspiration“, eða innblástur til þess að grenna sig enn frekar.

Myndin af Kloss hefur birst á þó nokkrum „pró-ana“ vefsíðum, en slíkar síður hvetja átröskunarsjúklinga áfram í veikindum sínum og þykja mjög skaðlegar. Ítalska Vogue hefur tekið opinbera afstöðu gegn slíkum síðum, jafnvel hvatt til markvissrar lokunar á þeim, og því kemur þetta sér illa fyrir tímaritið. „Vogue Italia er tímarit er hefur fagurfræði og fegurð að sjónarmiði og því höfum við ákveðið að nýta áhrif okkar í baráttunni gegn átröskunum,“ skrifaði ritstjórinn Franca Sozzani eitt sinn á vefsíðu blaðsins.

Fyrirsætan Karlie Kloss, 19 ára, er fyrrverandi balletdansari. Hún var uppgötvuð þrettán ára að aldri og sagði skilið við dansinn er fyrirsætuferillinn fór á flug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.