Lífið

Sex ára höfundur fagnar útgáfu

Bók Ólivers Tuma sem nefnist Óliver Tumi, segðu mér sögu, hefur notið mikilla vinsælda.
Bók Ólivers Tuma sem nefnist Óliver Tumi, segðu mér sögu, hefur notið mikilla vinsælda.
„Það er mikill spenningur. Þetta verður mjög gaman,“ segir Auðunn Sólberg Valsson, faðir Ólivers Tuma, yngsta rithöfundar Íslandssögunnar eins og hann hefur verið kallaður.

Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn í tilefni af útkomu bókarinnar Óliver Tumi, segðu mér sögu. Þar segir hinn sex ára höfundur sögur og ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Kátt verður á hjalla í hófinu því jólasveinninn kíkir í heimsókn, Geir Ólafs tekur lagið og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og afi Ólivers Tuma, verður veislustjóri. Guðni hefur verið Óliver til halds og trausts við kynningu á bókinni, enda þaulvanur því að koma fram opinberlega. Síðast las Óliver upp úr bókinni í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu ásamt tveimur öðrum rithöfundum og að sjálfsögðu var Guðni þar ásamt barnabarni sínu.

Fyrsta upplag bókarinnar nam fimm hundruð eintökum og er það uppselt. Von er á öðru upplagi með þrjú hundruð bókum á næstunni. Einnig er hægt að panta hana hjá foreldrum Ólivers Tuma í síma 895-4455 og í gegnum póstfangið chefausi@gmail.com.

„Þetta hefur komið algjörlega á óvart. Þetta átti að vera lítið og sætt verkefni en svo óx þetta einhvern veginn,“ segir Auðunn Sólberg og bætir við að Óliver Tumi sé hæstánægður með gang mála. „Hann er mjög montinn af þessu öllu saman.“

Hluti af söluandvirði bókarinnar rennur til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, að frumkvæði hins unga höfundar. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.