Lærð ritgerð um dýrbíta Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar