Lífið

Glee heiðrar Michael Jackson

Tónlist Michaels Jackson verður viðfangsefni Glee-þáttar sem sýndur verður á næsta ári.
Tónlist Michaels Jackson verður viðfangsefni Glee-þáttar sem sýndur verður á næsta ári.
Sjónvarpsþátturinn Glee heiðrar minningu poppkóngsins Michaels Jackson í janúar á næsta ári. Þátturinn mun snúast um plötuna Thriller, sem er mest selda plata allra tíma. Þátturinn hefur áður heiðrað listamenn á borð við Britney Spears, Madonnu og hljómsveitina Fleetwood Mac með svipuðum þáttum.

Í tímaritinu TV Guide segir að allt að tólf lög Michaels Jackson verði flutt í þættinum, en fjölskylda söngvarans ku hafa gefið góðfúslegt leyfi fyrir því. Þá vonar fjölskyldan að þátturinn muni snúast um tónlistina en ekki sviplegt fráfalls hans árið 2009.

Leikarar þáttarins eru gríðarlega spenntir fyrir verkefninu og haft er eftir Ryan Murphy, framleiðanda þáttarins, að þeir hafi hreinlega drekkt honum í beiðnum um að fá að flytja uppáhaldslögin sín eftir Michael Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.