Óhuggulegasta mynd ársins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2011 08:00 Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. We Need to Talk About Kevin. Leikstjórn: Lynne Ramsay. Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leikstýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli" á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær.
Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp