Lífið

PJ Harvey og Bon Iver best

Enska tónlistarkonan PJ Harveynær toppsætinu bæði hjá Mojo og Uncut.Justin Veron, forsprakki Bon Iver, er vafalítið ánægður með toppsætið hjá Paste Magazine.
Enska tónlistarkonan PJ Harveynær toppsætinu bæði hjá Mojo og Uncut.Justin Veron, forsprakki Bon Iver, er vafalítið ánægður með toppsætið hjá Paste Magazine. Visir/Getty
Erlend tónlistartímarit eru byrjuð að senda frá sér lista yfir bestu plöturnar á árinu. Tónlistarkonan PJ Harvey er á toppnum í Bretlandi en Bon Iver í Bandaríkjunum. Nú er runninn upp sá tími sem erlend tónlistartímarit senda frá sér árlega plötulista sína yfir bestu útgáfurnar. Það kemur vafalítið fáum á óvart að enska tónlistarkonan PJ Harvey er mest áberandi hjá breskum tónlistarspekúlöntum, enda fékk tíunda hljóðsversplata hennar Let England Shake, frábæra dóma á árinu og einnig hin virtu Mercury-verðlaun.

Harvey er á toppnum bæði hjá Mojo og Uncut en hafnar í öðru sætinu hjá Q á eftir Florence and the Machine. Björk Guðmundsdóttir kemst á lista í öllum bresku tímaritunum með plötuna Biophilia og nær hæst 23. sætinu hjá Q.

Bandaríska tónlistarsíðan Paste Magazine velur aðra plötu Bon Iver, sem er samnefnd bandarísku hljómsveitinni, þá bestu á árinu. Mörgum Íslendingum er það eflaust ferskt í minni þegar Skagapilturinn Helgi Rúnar Bjarnason lék í myndbandi við eitt lag af plötunni, Holocene, fyrr á árinu.

Bon Iver nær fjórða sætinu hjá Q og því níunda hjá Uncut og virðist því hafa fallið vel í kramið beggja vegna Atlantshafsins. Sömu sögu er ekki hægt að segja af Let England Shake með PJ Harvey því hún kemst ekki á lista yfir 50 bestu plöturnar hjá Paste Magazine, ekki frekar en Biophilia-plata Bjarkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.