Höldum áfram viðræðum um ESB-aðild Finnur Torfi Magnússon skrifar 5. desember 2011 06:00 Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfallasaga hennar hefjist strax í upphafi. Gjaldeyrishöft eru sett á 1931, þau hert árið 1947 og ekki losuð að fullu fyrr en árið 2001. Gengið er fellt um 18% árið 1939 og fellt aftur um tæp 43% árið 1950. Tekið var upp 55% yfirfærslugjald (tvöföld gengisskráning) árið 1956, gengið fellt um 57% 1960 og aftur um 35% árið 1967. Það sígur frekar á 9. áratug síðustu aldar auk gengisfellinga 1992 um 6,0% og 1993 um 7,5%. Þá féll krónan einnig mikið við fall bankanna. Miðað við dönsku krónuna eru um 0,5% eftir af upphaflegu verðmæti hennar. Segja má að krónan sé nú stúfar við hækjur í formi gjaldeyrishafta og slíkt gangverk er ekki gott til framtíðar. Líklegt er að notkun krónunnar muni kalla á áframhaldandi gjaldeyrishöft því verja verður hana, m.a. gegn vaxtamunaviðskiptum (e. carry trade). Á móti höfum við sveigjanleika til að fella gengið eftir þörfum (miðað við reynslu síðustu aldar eru frekar litlar líkur á styrkingu krónunnar). En er ekkert annað í stöðunni? 1. Komið hafa fram tillögur um að setja krónuna á gullfót, en í ljósi mikillar hækkunar á gulli síðasta áratug er það ekki fýsilegur kostur. 2. Rætt hefur verið um að taka einhliða upp aðra mynt. Í því myndi felast að bankarnir en ekki stjórnvöld stýra peningamagni í umferð og þar með einnig atvinnustigi. Benda má á Panama sem dæmi en þar hefur US$ verið gjaldmiðill frá 1913 og eru utanríkisviðskipti að mestu í þeim gjaldmiðli. Verðbólga hefur verið þar lág, yfirleitt á bilinu 1-3% að árinu 2008 undanskildu en þá fór verðbólga í 8,8%, sem er met. Atvinnuleysi þar síðasta áratug hefur sveiflast á milli 6% og 16%. Vaxtakostnaður myndi lækka verulega og fylgja þeirri mynt sem tekin yrði upp. 3. Upptaka evru virðist skynsamleg í ljósi utanríkisviðskipta okkar, en rúm 70% útflutnings fara til Evrópu og rúm 56% innflutnings koma þaðan. Kostir og gallar við einhliða upptöku færu eftir lið 2 hér á undan, en ESB hefur lýst sig andsnúið einhliða upptöku. Ef við göngum í Evrópusambandið gætum við haft möguleika á því að taka upp evru eftir ákveðinn tíma. Það yrði líklega betri kostur en einhliða upptaka. Það felast ákveðin tækifæri í upptöku annarrar myntar en einnig ógnanir. Er ekki ástæða til að skoða ýtarlega hvað í þessu felst eins og Benedikt Jóhannesson lagði til í grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember sl. Vegna utanríkisviðskipta er upptaka evru augljósasti kosturinn sem myndi líklega einnig leiða til agaðri vinnubragða við efnahagsstjórnun og meiri stöðugleika. Með þetta í huga eru áframhaldandi viðræður við ESB skynsamlegar. Með framsýni, kjarki og áræðni ættum við að geta fundið tækifæri framtíðarinnar og nýtt þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfallasaga hennar hefjist strax í upphafi. Gjaldeyrishöft eru sett á 1931, þau hert árið 1947 og ekki losuð að fullu fyrr en árið 2001. Gengið er fellt um 18% árið 1939 og fellt aftur um tæp 43% árið 1950. Tekið var upp 55% yfirfærslugjald (tvöföld gengisskráning) árið 1956, gengið fellt um 57% 1960 og aftur um 35% árið 1967. Það sígur frekar á 9. áratug síðustu aldar auk gengisfellinga 1992 um 6,0% og 1993 um 7,5%. Þá féll krónan einnig mikið við fall bankanna. Miðað við dönsku krónuna eru um 0,5% eftir af upphaflegu verðmæti hennar. Segja má að krónan sé nú stúfar við hækjur í formi gjaldeyrishafta og slíkt gangverk er ekki gott til framtíðar. Líklegt er að notkun krónunnar muni kalla á áframhaldandi gjaldeyrishöft því verja verður hana, m.a. gegn vaxtamunaviðskiptum (e. carry trade). Á móti höfum við sveigjanleika til að fella gengið eftir þörfum (miðað við reynslu síðustu aldar eru frekar litlar líkur á styrkingu krónunnar). En er ekkert annað í stöðunni? 1. Komið hafa fram tillögur um að setja krónuna á gullfót, en í ljósi mikillar hækkunar á gulli síðasta áratug er það ekki fýsilegur kostur. 2. Rætt hefur verið um að taka einhliða upp aðra mynt. Í því myndi felast að bankarnir en ekki stjórnvöld stýra peningamagni í umferð og þar með einnig atvinnustigi. Benda má á Panama sem dæmi en þar hefur US$ verið gjaldmiðill frá 1913 og eru utanríkisviðskipti að mestu í þeim gjaldmiðli. Verðbólga hefur verið þar lág, yfirleitt á bilinu 1-3% að árinu 2008 undanskildu en þá fór verðbólga í 8,8%, sem er met. Atvinnuleysi þar síðasta áratug hefur sveiflast á milli 6% og 16%. Vaxtakostnaður myndi lækka verulega og fylgja þeirri mynt sem tekin yrði upp. 3. Upptaka evru virðist skynsamleg í ljósi utanríkisviðskipta okkar, en rúm 70% útflutnings fara til Evrópu og rúm 56% innflutnings koma þaðan. Kostir og gallar við einhliða upptöku færu eftir lið 2 hér á undan, en ESB hefur lýst sig andsnúið einhliða upptöku. Ef við göngum í Evrópusambandið gætum við haft möguleika á því að taka upp evru eftir ákveðinn tíma. Það yrði líklega betri kostur en einhliða upptaka. Það felast ákveðin tækifæri í upptöku annarrar myntar en einnig ógnanir. Er ekki ástæða til að skoða ýtarlega hvað í þessu felst eins og Benedikt Jóhannesson lagði til í grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember sl. Vegna utanríkisviðskipta er upptaka evru augljósasti kosturinn sem myndi líklega einnig leiða til agaðri vinnubragða við efnahagsstjórnun og meiri stöðugleika. Með þetta í huga eru áframhaldandi viðræður við ESB skynsamlegar. Með framsýni, kjarki og áræðni ættum við að geta fundið tækifæri framtíðarinnar og nýtt þau.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun