HM 2011: "Þetta er stórt verkefni fyrir okkur“ Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 08:00 Íslensku landsliðskonurnar hafa æft í Santos í Brasilíu síðustu dagana en þar mætir Ísland sterku liði Svartfjallalands í frumraun sinni í úrslitakeppni heimsmeistaramóts í handbolta. Mynd/Pjetur Mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu er Svartfjallaland sem er til alls líklegt á þessu móti. Flestir gera ráð fyrir því að Evrópumeistaralið Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar og Svartfjallaland muni berjast um efsta sætið í A-riðlinum í Santos. Og þessi lið gætu jafnvel farið alla leið á þessu móti. Ísland og Svartfjallaland áttust við í riðlakeppni Evrópumótsins í Danmörku í desember í fyrra þar sem Ísland tapaði með þriggja marka mun, 26-23. Forráðamaður Svartfellinga sagði í gær að markmiðin væru skýr. Að tryggja liðinu farseðil á Ólympíuleikana og þá kemur ekki margt annað til greina en að komast í sjálfan úrslitaleikinn – í það minnsta. „Þetta lið sem við erum mæta er gríðarlega sterkt og í raun bara félagsliðið Buducnost sem endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra. Og það lið mun að mínu mati vinna Meistaradeildina í ár. Þetta er stórt verkefni fyrir okkur," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær eftir æfingu liðsins í Arena Santos. Ákefðin þarf að vera í lagi„Við þurfum að leggja mikla áherslu á að ganga út í skytturnar þeirra, og vera með ákefðina í lagi. Það verður rauði þráðurinn í okkar leikskipulagi til þess að byrja með," bætti Ágúst við. Íslenska liðið æfði af miklum krafti í gær á síðustu æfingunni fyrir frumsýninguna í dag. Allir leikmenn liðsins eru heilir og einbeitingin skín úr augum þeirra. Það er alveg ljóst að leikurinn gegn Svartfjallalandi verður gríðarlega erfiður en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hvergi smeyk. „Við reynum að negla þær, þær eru hrikalegalega góðar og líklega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt og sýna okkar styrk og það sem hefur leitt okkur hingað," sagði Anna í gær en það er ljóst að línumaðurinn mun standa í ströngu í vörn sem sókn gegn líkamlega sterku liði Svartfjallalands í leiknum í dag. Fáir iðkendur en mikill áhugiÍbúafjöldinn í Svartfjallalandi er aðeins um 700.000 en athygli vekur að aðeins eitt þúsund skráðir iðkendur eru í handbolta í landinu. Til samanburðar eru rúmlega sex þúsund skráðir iðkendur á Íslandi. Einn forsvarsmanna liðsins segir að um 50% af landsmönnum muni horfa á beinar útsendingar frá leikjum liðsins. Svartfjalland komst, líkt og Ísland, á HM í gegnum umspil. Svartfjallaland vann Tékka samanlagt 75-52 í tveimur leikjum. Ísland vann Úkraínu 61-42 samanlagt í tveimur leikjum. Svartfjallaland endaði í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í desember á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem Svartfjallaland komst inn í úrslitakeppni EM en Íslendingar voru í sömu sporum á því móti, sem nýliðar. Reynum að halda okkur á jörðinni„Það er rosalega gott að vera komin á stórmót, HM, og allt. En við erum að reyna að halda okkur á jörðinni og líta á þetta sem venjulegan landsleik. Einn leik í einu og allt það. Þannig er stemningin í hópnum," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu er Svartfjallaland sem er til alls líklegt á þessu móti. Flestir gera ráð fyrir því að Evrópumeistaralið Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar og Svartfjallaland muni berjast um efsta sætið í A-riðlinum í Santos. Og þessi lið gætu jafnvel farið alla leið á þessu móti. Ísland og Svartfjallaland áttust við í riðlakeppni Evrópumótsins í Danmörku í desember í fyrra þar sem Ísland tapaði með þriggja marka mun, 26-23. Forráðamaður Svartfellinga sagði í gær að markmiðin væru skýr. Að tryggja liðinu farseðil á Ólympíuleikana og þá kemur ekki margt annað til greina en að komast í sjálfan úrslitaleikinn – í það minnsta. „Þetta lið sem við erum mæta er gríðarlega sterkt og í raun bara félagsliðið Buducnost sem endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra. Og það lið mun að mínu mati vinna Meistaradeildina í ár. Þetta er stórt verkefni fyrir okkur," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær eftir æfingu liðsins í Arena Santos. Ákefðin þarf að vera í lagi„Við þurfum að leggja mikla áherslu á að ganga út í skytturnar þeirra, og vera með ákefðina í lagi. Það verður rauði þráðurinn í okkar leikskipulagi til þess að byrja með," bætti Ágúst við. Íslenska liðið æfði af miklum krafti í gær á síðustu æfingunni fyrir frumsýninguna í dag. Allir leikmenn liðsins eru heilir og einbeitingin skín úr augum þeirra. Það er alveg ljóst að leikurinn gegn Svartfjallalandi verður gríðarlega erfiður en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hvergi smeyk. „Við reynum að negla þær, þær eru hrikalegalega góðar og líklega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt og sýna okkar styrk og það sem hefur leitt okkur hingað," sagði Anna í gær en það er ljóst að línumaðurinn mun standa í ströngu í vörn sem sókn gegn líkamlega sterku liði Svartfjallalands í leiknum í dag. Fáir iðkendur en mikill áhugiÍbúafjöldinn í Svartfjallalandi er aðeins um 700.000 en athygli vekur að aðeins eitt þúsund skráðir iðkendur eru í handbolta í landinu. Til samanburðar eru rúmlega sex þúsund skráðir iðkendur á Íslandi. Einn forsvarsmanna liðsins segir að um 50% af landsmönnum muni horfa á beinar útsendingar frá leikjum liðsins. Svartfjalland komst, líkt og Ísland, á HM í gegnum umspil. Svartfjallaland vann Tékka samanlagt 75-52 í tveimur leikjum. Ísland vann Úkraínu 61-42 samanlagt í tveimur leikjum. Svartfjallaland endaði í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í desember á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem Svartfjallaland komst inn í úrslitakeppni EM en Íslendingar voru í sömu sporum á því móti, sem nýliðar. Reynum að halda okkur á jörðinni„Það er rosalega gott að vera komin á stórmót, HM, og allt. En við erum að reyna að halda okkur á jörðinni og líta á þetta sem venjulegan landsleik. Einn leik í einu og allt það. Þannig er stemningin í hópnum," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira