Ný náttúruverndarólög 2. desember 2011 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar