Lífið

Q yngri en 007 í fyrsta skipti

Ben Wishaw hefur tekið við hlutverk Q fyrir næstu Bond-mynd.
nordicphotos/getty
Ben Wishaw hefur tekið við hlutverk Q fyrir næstu Bond-mynd. nordicphotos/getty
Ben Whishaw hefur verið ráðinn í hlutverk Q í næstu mynd um njósnarann James Bond, Skyfall. Wishaw er 31 árs og verður þetta því í fyrsta sinn sem Q er yngri en 007, sem hinn 43 ára Daniel Craig leikur.

„Kvenkyns aðdáendur geta vera verið skotnar í fleiri náungum en Daniel fyrst Ben er núna kominn í hlutverk Q. Hann hefur mikið aðdráttarafl. Þetta var djörf ákvörðun," sagði heimildarmaður við The Sun. „Hlutverk hans verður allt öðruvísi en hjá síðasta Q. Hann verður mun alvarlegri."*

Q sást síðast í Bond árið 2002 í Die Another Day. Þá var John Cleese í hlutverkinu og tók hann við því af hinum sáluga Desmond Llewelyn sem hafði leikið uppfinningamanninn í 36 ár. Þetta verður í annað sinn sem Wishaw leikur á móti Craig því þeir léku saman í glæpamyndinni Layer Cake. Skyfall verður 23. Bond-myndin og er hún væntanleg í október á næsta ári. Leikstjóri verður Sam Mendes, sem hefur gert myndir á borð við American Beauty, Revolutionary Road og Road To Perdition.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.