Lífið

Hljómskáladrengir í Eurovision

Þeir Guðmundur Kristinn og Bragi Valdimar hafa verið Sigtryggi Baldurssyni innan handar í Hljómskálanum. Þeir munu sjá um kynningar á lagahöfundum í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Þeir Guðmundur Kristinn og Bragi Valdimar hafa verið Sigtryggi Baldurssyni innan handar í Hljómskálanum. Þeir munu sjá um kynningar á lagahöfundum í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
asdf
„Við fáum frjálsar hendur við að spyrja keppendur í Eurovision spjörunum úr, um lífið og tilveruna. Ég er allavega ekki að fara verða Ragnhildur Steinunn," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, oftast nefndur Kiddi í Hjálmum. Hann og Bragi Valdimar Skúlason, Hljómaskáladrengirnir svokölluðu, hafa verið fengnir til að sjá um kynningar á lagahöfundum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fimmtán lög keppa um farseðilinn til Aserbaídsjan þar sem lokakeppnin fer fram í höfuðborginni Bakú en ákveðið hefur verið að hafa þrjár undankeppnir þar sem þjóðin kýs áfram tvö lög hverju sinni.

Hljómskálinn, tónlistaþáttur þeirra félaga og Sigtryggs Baldurssonar, hefur notið talsverðra vinsælda og RÚV hefur þegar ákveðið að gera aðra þáttaröð næsta vor. „Við höfum fengið fínar viðtökur og áhorfstölurnar hafa verið góðar. Á teikniborðinu er líka áramótauppgjörsþáttur sem yrði vonandi gerður þann 30.desember þannig að við myndum örugglega ekki missa af neinu nema þessum eina degi."

Kiddi, sem hefur verið einn afkastamesti tónlistamaður og upptökustjóri landsins, kveðst vera mjög ánægður í sjónvarpshlutverkinu þótt hann vilji ekki kvitta uppá það að hann sé núna orðinn sjónvarpsstjarna. Upphaflega stóð hins vegar til að bæði Kiddi og Bragi yrðu aðeins á bakvið tjöldin í Hljómskálanum en þeir tveir þykja hafa farið á kostum í hlutverkum sínum. „Okkur finnst voðalega gaman að ræða um músík og þetta er kærkomin hvíld frá upptökustarfinu. Mig langaði aðeins til að hvíla mig á upptökustarfinu og hef sagt nei við alveg óskaplega margar plötur og sjónvarpsstarfið er bara ekkert síðra." - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.