Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2011 09:00 Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar