Hraust þjóð, okkar er valið 26. nóvember 2011 09:00 Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. Sjúklingarnir streyma hins vegar á læknavaktir og bráðamóttökur á kvöldin og um helgar í þeirri von að fá skyndilausn við aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og heilsugæsluna vantar meiri tíma á daginn til að sinna skjólstæðingum sínum betur. Ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á heimilislæknum og öðru sérþjálfuðu starfsliði. Heilsugæslu sem býður frekar upp á varanlegri lausnir, fræðslu og eftirfylgd með einkennum, í stað skyndilausna. Heimurinn er alltaf að verða flóknari að lifa í og hraðinn í nútímaþjóðfélaginu eykst sífellt. Margir hafa velt fyrir sér mannlegri getu að tileinka sér endalausar nýjungar daglegs lífs og hvar þolmörkin eiginlega liggja. Áreitið er endalaust og sífellt er aukin krafa að vinna hraðar og meira. Á tímum sem búið var að spá fyrir að öll tæknin myndi spara okkur ómældan tíma, þyrftum að vinna minna og fengjum meiri tíma til að hugsa um okkur sjálf. Stressið og álagið samt aldrei meira og oft vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við gleymum oft þörfum okkar sjálfra, náungans og jafnvel þeirra sem okkur eru kærust. Samskiptin í auknu mæli rafræn, í stað augliti til auglits. Lyfjaávísanir eru líka í vissum skilningi gengnar læknum úr höndum og oft orðnar hálf sjálfvirkar. Eftir pöntun með tölvusamskiptum eða gegnum þriðja aðila til að spara læknunum tíma. Eins er nú rætt um að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum lyfjaávísanaleyfi á hormónalyf, með tillögu að breytingum á lyfjalögum. Á sama tíma og ekki einu sinni heimilislæknirinn hefur síðan aðgang í „lyfjagátt“ apótekanna til að taka þar til og leiðrétta ofskammtanir eða til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir lyfja sem sjúklingarnir hafa fengið, héðan og þaðan. Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur náð nýjum hæðum og hefur í reynd tugfaldast á ekki svo mörgum árum. Á sama tíma sem lyfjaiðnaðurinn hefur farið offari á mörgum sviðum og ofmetið árangur algengustu lyfjameðferðanna. Lyfjameðferðir sem í upphafi voru aðeins ætlaðar fáum, en sem síðan voru yfirfærðar fyrir sem flesta. En í raun getum við oft haft meiri áhrif á heilsuna okkar í dag en flestar lyfjameðferðir gera, ef við hugsum dæmið tímalega. Allt stefnir hins vegar í að offita, og bróðir hennar, sykursýkin, muni að öllu óbreyttu, með aukinni tíðni og afleiddum sjúkdómum, geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða vegna kostnaðar. Forgangsraða þarf þá upp á nýtt og hætt við að margt að því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, verði einfaldlega ekki í boði. Heilsa barnanna okkar er mest undir okkur sjálfum komin ásamt góðri heilsuvernd. Og hvergi fæðast börnin heilbrigðari en á Íslandi. En börnin þurfa góðan tíma með foreldrum sínum. Leikskólar og dagmömmur geta aldrei komið í stað foreldra. Samvera, tjáning og góð næring á fyrstu aldursárunum, skapar þá sjálfsímynd og heilsu sem við viljum að börnin fái í veganesti til framtíðar. Börn þurfa ekki síður að fá að vera heima í rólegheitunum þegar þau eru veik með pestirnar sínar. Ekki að þau fái sýklalyf á skyndivöktunum í þeirri trú að þau komist fyrr í leikskólann. Passa þarf líka betur upp á næringu þeirra, nauðsynlegustu vítamín og tennurnar. Miklar tannskemmdir og endurteknar eyrnabólgur vegna spillingar á sýklaflóru þeirra er mikið okkur sjálfum að kenna og í raun til skammar. Svo hefur allt of lengi verið. Það er vissulega alltaf von að heilbrigðisyfirvöld sjái ljósið við enda öngstrætisins, þar sem kostnaðurinn er farinn að verða í öfugu hlutfalli við árangurinn í heilbrigðisþjónustunni. Að þau sjái vandamálin í víðara samhengi. Hugmyndafræði heimilislæknisfræðinnar gerir það vissulega og sérfræðingar í heimilislækningum eiga að vera sérþjálfaðir í að leiða teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks og tengja saman mikilvægustu þættina sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinganna. Ekki síst þá sem tengjast fjölskyldunni og vinnunni. Þannig má líka segja að litið sé meira til persónunnar í heild sinni, en einstakra sjúkóma sem hún ber hverju sinni. Heilbrigðisyfirvöld geta svo sannarlega sparað mikið og fjárfest vel til framtíðar ef þau nýta sér þessa sérþekkingu vel í grasrótinni. Við öll, og ekki síst foreldrar landsins, eigum skilið að fá tækifæri til að hugsa betur um okkur sjálf og börnin okkar. Líka gamla fólkið. Fá meiri tíma til að vera saman. En við þurfum hjálp frá heilbrigðiskerfinu. Ekkert síður frá fjölþættri þjónustu heilsugæslunnar, en hátæknilækningunum þegar mest liggur við. Ekkert síður félagsráðgjöf og sálfræðihjálp, en hjúkrun og almennum lækningum. Með meiri heildrænni sýn á vanda fólks en verið hefur. Með þeirri sýn og meiri áherslu á atferli mannsins verða væntanlega leiddar fram mestu framfarirnar í læknisfræðinni á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. Sjúklingarnir streyma hins vegar á læknavaktir og bráðamóttökur á kvöldin og um helgar í þeirri von að fá skyndilausn við aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og heilsugæsluna vantar meiri tíma á daginn til að sinna skjólstæðingum sínum betur. Ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á heimilislæknum og öðru sérþjálfuðu starfsliði. Heilsugæslu sem býður frekar upp á varanlegri lausnir, fræðslu og eftirfylgd með einkennum, í stað skyndilausna. Heimurinn er alltaf að verða flóknari að lifa í og hraðinn í nútímaþjóðfélaginu eykst sífellt. Margir hafa velt fyrir sér mannlegri getu að tileinka sér endalausar nýjungar daglegs lífs og hvar þolmörkin eiginlega liggja. Áreitið er endalaust og sífellt er aukin krafa að vinna hraðar og meira. Á tímum sem búið var að spá fyrir að öll tæknin myndi spara okkur ómældan tíma, þyrftum að vinna minna og fengjum meiri tíma til að hugsa um okkur sjálf. Stressið og álagið samt aldrei meira og oft vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við gleymum oft þörfum okkar sjálfra, náungans og jafnvel þeirra sem okkur eru kærust. Samskiptin í auknu mæli rafræn, í stað augliti til auglits. Lyfjaávísanir eru líka í vissum skilningi gengnar læknum úr höndum og oft orðnar hálf sjálfvirkar. Eftir pöntun með tölvusamskiptum eða gegnum þriðja aðila til að spara læknunum tíma. Eins er nú rætt um að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum lyfjaávísanaleyfi á hormónalyf, með tillögu að breytingum á lyfjalögum. Á sama tíma og ekki einu sinni heimilislæknirinn hefur síðan aðgang í „lyfjagátt“ apótekanna til að taka þar til og leiðrétta ofskammtanir eða til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir lyfja sem sjúklingarnir hafa fengið, héðan og þaðan. Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur náð nýjum hæðum og hefur í reynd tugfaldast á ekki svo mörgum árum. Á sama tíma sem lyfjaiðnaðurinn hefur farið offari á mörgum sviðum og ofmetið árangur algengustu lyfjameðferðanna. Lyfjameðferðir sem í upphafi voru aðeins ætlaðar fáum, en sem síðan voru yfirfærðar fyrir sem flesta. En í raun getum við oft haft meiri áhrif á heilsuna okkar í dag en flestar lyfjameðferðir gera, ef við hugsum dæmið tímalega. Allt stefnir hins vegar í að offita, og bróðir hennar, sykursýkin, muni að öllu óbreyttu, með aukinni tíðni og afleiddum sjúkdómum, geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða vegna kostnaðar. Forgangsraða þarf þá upp á nýtt og hætt við að margt að því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, verði einfaldlega ekki í boði. Heilsa barnanna okkar er mest undir okkur sjálfum komin ásamt góðri heilsuvernd. Og hvergi fæðast börnin heilbrigðari en á Íslandi. En börnin þurfa góðan tíma með foreldrum sínum. Leikskólar og dagmömmur geta aldrei komið í stað foreldra. Samvera, tjáning og góð næring á fyrstu aldursárunum, skapar þá sjálfsímynd og heilsu sem við viljum að börnin fái í veganesti til framtíðar. Börn þurfa ekki síður að fá að vera heima í rólegheitunum þegar þau eru veik með pestirnar sínar. Ekki að þau fái sýklalyf á skyndivöktunum í þeirri trú að þau komist fyrr í leikskólann. Passa þarf líka betur upp á næringu þeirra, nauðsynlegustu vítamín og tennurnar. Miklar tannskemmdir og endurteknar eyrnabólgur vegna spillingar á sýklaflóru þeirra er mikið okkur sjálfum að kenna og í raun til skammar. Svo hefur allt of lengi verið. Það er vissulega alltaf von að heilbrigðisyfirvöld sjái ljósið við enda öngstrætisins, þar sem kostnaðurinn er farinn að verða í öfugu hlutfalli við árangurinn í heilbrigðisþjónustunni. Að þau sjái vandamálin í víðara samhengi. Hugmyndafræði heimilislæknisfræðinnar gerir það vissulega og sérfræðingar í heimilislækningum eiga að vera sérþjálfaðir í að leiða teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks og tengja saman mikilvægustu þættina sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinganna. Ekki síst þá sem tengjast fjölskyldunni og vinnunni. Þannig má líka segja að litið sé meira til persónunnar í heild sinni, en einstakra sjúkóma sem hún ber hverju sinni. Heilbrigðisyfirvöld geta svo sannarlega sparað mikið og fjárfest vel til framtíðar ef þau nýta sér þessa sérþekkingu vel í grasrótinni. Við öll, og ekki síst foreldrar landsins, eigum skilið að fá tækifæri til að hugsa betur um okkur sjálf og börnin okkar. Líka gamla fólkið. Fá meiri tíma til að vera saman. En við þurfum hjálp frá heilbrigðiskerfinu. Ekkert síður frá fjölþættri þjónustu heilsugæslunnar, en hátæknilækningunum þegar mest liggur við. Ekkert síður félagsráðgjöf og sálfræðihjálp, en hjúkrun og almennum lækningum. Með meiri heildrænni sýn á vanda fólks en verið hefur. Með þeirri sýn og meiri áherslu á atferli mannsins verða væntanlega leiddar fram mestu framfarirnar í læknisfræðinni á næstu áratugum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar