Nói verður ástarbréf til Íslands 28. nóvember 2011 18:00 Aronofsky telur að Ísland hafi mikla möguleika þegar kemur að því að lokka hingað til lands erlenda kvikmyndagerðarmenn. Darren Aronofsky segir í samtali við Fréttablaðið að Ísland henti fullkomlega fyrir væntanlega kvikmynd sína um örkina hans Nóa. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á fimmtudag hvetur leikstjórinn íslensk stjórnvöld til að viðhalda 20 prósenta endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, það geti skipt sköpum um hvort myndin verði gerð hér eður ei. Aronofsky virðist hafa verið bænheyrður því menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra skrifuðu saman grein í Fréttablaðið sem birtist sama dag og viðtalið birtist, en þar kom fram að þeir hygðust leggja fram frumvarp sem festi 20 prósenta endurgreiðsluna í sessi næstu fimm árin. „Þetta skiptir miklu máli fyrir samkeppnisstöðu Íslands. Menn eins og Ben Stiller eða Tom Cruise væru ekki einu sinni að hugsa um Ísland ef endurgreiðslan væri lægri. Þeir væru að skoða Kanarí, Georgíu eða Kanada, sem bjóða reyndar öll upp á mun hærri endurgreiðslu en tuttugu prósent. En þau eru ekki jafn einstök og Ísland," segir Aronofsky, skömmu áður en hann yfirgaf Ísland. Hann dvaldi hér í fjóra daga, en þetta er í annað sinn sem hann kemur hingað og skoðar sig um vegna þessa risavaxna verkefnis. Miklir möguleikarAronofsky leggur þunga áherslu á endurgreiðsluna og vill að fólk geri sér grein fyrir því hversu miklu máli það fyrirkomulag geti skipt. Hann bendir á lönd eins og Mexíkó og Rúmeníu. „Þau hækkuðu endurgreiðsluna og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, margir af helstu leikstjórum Bandaríkjanna fóru yfir landamærin og gerðu myndir sínar þar. Og kvikmyndaiðnaðurinn naut góðs af því, tökuliðin voru þjálfuð af þeim bestu í heiminum og leikstjórar frá Mexíkó eru í dag í fremstu röð," segir Aronofsky og nefnir meðal annars Guillermo del Toro og Alfonso Cuarón. Sama hafi verið uppi á teningnum í Rúmeníu. „Eftir aðeins þrjú ár hafði rúmenska myndin 4 luni, 3 saptamâni si 2 zile, eða 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar, unnið Gullpálmann í Cannes." Velgengnin skiptir máliÖrkin hans Nóa er talin kosta 130 milljónir dollara, eða 15 milljarða króna, og framleiðslufyrirtækin Paramount og New Regencey kom að framleiðslu hennar. Tvær síðustu myndir Aronofsky, The Wrestler og Black Swan, voru fremur litlar á mælikvarða Hollywood en velgengni þeirra er óumdeild; Mickey Rourke og Marisa Tomei voru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í The Wrestler og Black Swan var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Og aðalleikkona myndarinnar, Natalie Portman, fór heim með styttuna góðu. Aronofsky segir það ekkert leyndarmál að þessi góði árangur hafi haft mikið um það að segja að hann ráðist í gerð Nóa. Hann nálgist hins vegar Nóa ekki öðruvísi en aðrar myndir sínar. „Kvikmyndagerð er alltaf mjög áþekk, hvort sem um er að ræða stórar eða litlar myndir. Það þarf alltaf að hugsa um að fjárhagsáætlunin standist. Nói er auðvitað mjög stór kvikmynd, epísk með miklu landslagi, enda fjallar hún um endurfæðingu sköpunarinnar. Miðpunkturinn er hins vegar lítil saga um mann í mjög óvenjulegum aðstæðum," segir Aronofsky. Heillaður af NóaLeikstjórinn hefur gengið með söguna um Nóa í maganum í tíu ár og hefur lengi verið heillaður af henni. „Þetta er ein af elstu sögunum," segir Aronofsky. „Hún fjallar um trú, um mann sem býr í heimi sem hefur verið dæmdur til glötunar. Hann þarf sjálfur að finna miskunn í hjarta sínu til að elska heiminn aftur. Þetta er saga um mann sem býr í heimi sem verður brátt tortímt og svo endurreistur á ný," útskýrir leikstjórinn og bætir við að sagan eigi mjög ríkt erindi til nútímamannsins, allir séu til að mynda hræddir við flóðið sem verði þegar jöklarnir fari að bráðna. Aronofsky upplýsir jafnframt að þegar hann hafi verið gestur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 1999, þá nýbúinn að lita hárið fjólublátt af einhverjum ástæðum, hafi hann strax orðið uppnuminn af íslensku landslagi. „Og ég hafði það alltaf á bak við eyrað. Þegar ég fór svo að skrifa handritið að Nóa skaut Íslandi og íslensku landslagi strax upp í kollinn sem fullkomnum stað. Ég sannfærðist enn frekar þegar ég kom í maí í fyrra." Landslagið í lykilhlutverkiAronofsky hafði ekki mikinn tíma til að skoða sig um í Reykjavík og kíkja á næturlífið eða fína veitingastaði. Um leið og farangrinum hafði verið komið fyrir á hóteli í miðbæ Reykjavíkur var lagt af stað og landið þrætt þvert og endilangt. „Allir þessir tökustaðir sem starfsfólk True North hefur sýnt mér eru ótrúlegir. Og þetta eru faldir leyndardómar, hálendið er til að mynda stórkostlegt en hefur aldrei áður verið notað í kvikmynd og það er það sem mig langar að gera, mig langar að nýta hálendið og marga aðra staði. Landslag Íslands leikur lykilhlutverk í myndinni og Nói væri hálfgert ástarbréf til landsins. Vonandi fáum við leyfi til að taka upp á þessum stöðum því þeir eru einstakir." Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Darren Aronofsky segir í samtali við Fréttablaðið að Ísland henti fullkomlega fyrir væntanlega kvikmynd sína um örkina hans Nóa. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á fimmtudag hvetur leikstjórinn íslensk stjórnvöld til að viðhalda 20 prósenta endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, það geti skipt sköpum um hvort myndin verði gerð hér eður ei. Aronofsky virðist hafa verið bænheyrður því menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra skrifuðu saman grein í Fréttablaðið sem birtist sama dag og viðtalið birtist, en þar kom fram að þeir hygðust leggja fram frumvarp sem festi 20 prósenta endurgreiðsluna í sessi næstu fimm árin. „Þetta skiptir miklu máli fyrir samkeppnisstöðu Íslands. Menn eins og Ben Stiller eða Tom Cruise væru ekki einu sinni að hugsa um Ísland ef endurgreiðslan væri lægri. Þeir væru að skoða Kanarí, Georgíu eða Kanada, sem bjóða reyndar öll upp á mun hærri endurgreiðslu en tuttugu prósent. En þau eru ekki jafn einstök og Ísland," segir Aronofsky, skömmu áður en hann yfirgaf Ísland. Hann dvaldi hér í fjóra daga, en þetta er í annað sinn sem hann kemur hingað og skoðar sig um vegna þessa risavaxna verkefnis. Miklir möguleikarAronofsky leggur þunga áherslu á endurgreiðsluna og vill að fólk geri sér grein fyrir því hversu miklu máli það fyrirkomulag geti skipt. Hann bendir á lönd eins og Mexíkó og Rúmeníu. „Þau hækkuðu endurgreiðsluna og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, margir af helstu leikstjórum Bandaríkjanna fóru yfir landamærin og gerðu myndir sínar þar. Og kvikmyndaiðnaðurinn naut góðs af því, tökuliðin voru þjálfuð af þeim bestu í heiminum og leikstjórar frá Mexíkó eru í dag í fremstu röð," segir Aronofsky og nefnir meðal annars Guillermo del Toro og Alfonso Cuarón. Sama hafi verið uppi á teningnum í Rúmeníu. „Eftir aðeins þrjú ár hafði rúmenska myndin 4 luni, 3 saptamâni si 2 zile, eða 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar, unnið Gullpálmann í Cannes." Velgengnin skiptir máliÖrkin hans Nóa er talin kosta 130 milljónir dollara, eða 15 milljarða króna, og framleiðslufyrirtækin Paramount og New Regencey kom að framleiðslu hennar. Tvær síðustu myndir Aronofsky, The Wrestler og Black Swan, voru fremur litlar á mælikvarða Hollywood en velgengni þeirra er óumdeild; Mickey Rourke og Marisa Tomei voru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í The Wrestler og Black Swan var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Og aðalleikkona myndarinnar, Natalie Portman, fór heim með styttuna góðu. Aronofsky segir það ekkert leyndarmál að þessi góði árangur hafi haft mikið um það að segja að hann ráðist í gerð Nóa. Hann nálgist hins vegar Nóa ekki öðruvísi en aðrar myndir sínar. „Kvikmyndagerð er alltaf mjög áþekk, hvort sem um er að ræða stórar eða litlar myndir. Það þarf alltaf að hugsa um að fjárhagsáætlunin standist. Nói er auðvitað mjög stór kvikmynd, epísk með miklu landslagi, enda fjallar hún um endurfæðingu sköpunarinnar. Miðpunkturinn er hins vegar lítil saga um mann í mjög óvenjulegum aðstæðum," segir Aronofsky. Heillaður af NóaLeikstjórinn hefur gengið með söguna um Nóa í maganum í tíu ár og hefur lengi verið heillaður af henni. „Þetta er ein af elstu sögunum," segir Aronofsky. „Hún fjallar um trú, um mann sem býr í heimi sem hefur verið dæmdur til glötunar. Hann þarf sjálfur að finna miskunn í hjarta sínu til að elska heiminn aftur. Þetta er saga um mann sem býr í heimi sem verður brátt tortímt og svo endurreistur á ný," útskýrir leikstjórinn og bætir við að sagan eigi mjög ríkt erindi til nútímamannsins, allir séu til að mynda hræddir við flóðið sem verði þegar jöklarnir fari að bráðna. Aronofsky upplýsir jafnframt að þegar hann hafi verið gestur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 1999, þá nýbúinn að lita hárið fjólublátt af einhverjum ástæðum, hafi hann strax orðið uppnuminn af íslensku landslagi. „Og ég hafði það alltaf á bak við eyrað. Þegar ég fór svo að skrifa handritið að Nóa skaut Íslandi og íslensku landslagi strax upp í kollinn sem fullkomnum stað. Ég sannfærðist enn frekar þegar ég kom í maí í fyrra." Landslagið í lykilhlutverkiAronofsky hafði ekki mikinn tíma til að skoða sig um í Reykjavík og kíkja á næturlífið eða fína veitingastaði. Um leið og farangrinum hafði verið komið fyrir á hóteli í miðbæ Reykjavíkur var lagt af stað og landið þrætt þvert og endilangt. „Allir þessir tökustaðir sem starfsfólk True North hefur sýnt mér eru ótrúlegir. Og þetta eru faldir leyndardómar, hálendið er til að mynda stórkostlegt en hefur aldrei áður verið notað í kvikmynd og það er það sem mig langar að gera, mig langar að nýta hálendið og marga aðra staði. Landslag Íslands leikur lykilhlutverk í myndinni og Nói væri hálfgert ástarbréf til landsins. Vonandi fáum við leyfi til að taka upp á þessum stöðum því þeir eru einstakir."
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira