Lífið

Gibb á batavegi

Robin Gibb blæs á þær sögusagnir að hann sé við dauðans dyr. Hann sé þvert á móti á batavegi.
Robin Gibb blæs á þær sögusagnir að hann sé við dauðans dyr. Hann sé þvert á móti á batavegi.
Söngvarinn Robin Gibb hefur fullvissað aðdáendur sína um að hann sé ekki á grafarbakkanum eins og breskir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Hann sé þvert á móti á góðum batavegi þrátt fyrir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í annað sinn á skömmum tíma í síðustu viku. Gibb ætlaði að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar en varð að aflýsa komu sinni sökum veikinda.

Gibb greindist með ristilbólgu og í kjölfarið fór af stað hávær orðrómur þess efnis að Gibb væri með lifrarkrabbamein en bróðir Robins, Maurice, dó úr krabbameini í ristli árið 2003. Robin hefur hins vegar neitað að tjá sig um eðli veikinda sinna, hefur eingöngu sagt að honum hafi ekki liðið vel. Á bloggi söngvarans kemur fram þakklæti til fjölskyldu og vina og ekki síst allra þeirra aðdáenda sem hafi sent honum batakveðjur. „Bænir ykkar og góðar óskir hafa verið mér mikils virði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.