Lífið

Þakkar unnustanum

Jennifer Hudson er þakklát unnusta sínum David Otunga fyrir að bjóða sér til Flórída þann dag sem móðir hennar og bróðir voru skotin til bana á heimili sínu.
Nordicphotos/getty
Jennifer Hudson er þakklát unnusta sínum David Otunga fyrir að bjóða sér til Flórída þann dag sem móðir hennar og bróðir voru skotin til bana á heimili sínu. Nordicphotos/getty
Leik- og söngkonan Jennifer Hudson þakkar unnusta sínum, David Otunga, fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hudson hefur gengið í gegnum erfiða tími eftir að móðir hennar og bróðir voru myrt á heimili sínu í Chigago í fyrra, en hún hefði einnig verið á staðnum þennan dag ef ekki væri fyrir unnustann. „Það bjargaði lífi mínu að David bað mig um að koma til sín í Flórída einmitt þennan dag, annars hefði ég verið heima hjá mömmu og líklega ekki á lífi í dag,“ segir Hudson í viðtali við blaðið Ebony, en þetta er í fyrsta sinn sem söngkonan talar um atburðina.

Hudson og Otunga eiga saman soninn David, tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.