Lífið

Kelly Osbourne grét

Kelly Osbourne hlakkar greinilega mikið til að verða föðursystir en Jack bróðir hennar á von á barni. nordicphotos/getty
Kelly Osbourne hlakkar greinilega mikið til að verða föðursystir en Jack bróðir hennar á von á barni. nordicphotos/getty
Kelly Osbourne uppljóstraði á samskiptavefnum Twitter að hún hefði tárast við að sjá sónarmynd af ófæddu barni bróður síns, Jacks Osbourne. „Ég var að sjá sónarmynd af barni bróður míns og ég get ekki hætt að þurrka tárin. Barnið er fullkomið.“

Þetta er fyrsta barn Jacks en systkinin hafa ávallt verið náin enda ekki nema eitt ár á milli þeirra. Kelly sér um að dæma klæðaburð stjarnanna ásamt Joan Rivers í þættinum Fashion Police á sjónvarpstöðinni E!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.