Lífið

Búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni

Margir Bandaríkjamenn eru búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni.
Margir Bandaríkjamenn eru búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni. nordicphotos/getty
Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg af Kardashian-fjölskyldunni því á netinu og víðar má finna undirskriftalista þar sem fólk er hvatt til að sniðganga þætti þeirra og vörur.

Netsíðan BoycottKim.com hefur fengið hundrað þúsund undirskriftir auk þess sem fólk hefur farið fram á að sjónvarpsþættir um líf fjölskyldunnar verði teknir af dagskrá. Comcast, fyrirtækið sem framleiðir þættina, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun.

„Kardashian-fjölskyldan reiðir sig alfarið á trúverðugleika sjónvarpsþátta sinna, nú þegar hann er úti, hvað eiga þau þá eftir?“ spurði Leslie Bruce, blaðamaður Hollywood Reporter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.