Lífið

Mikil ánægja á Hvað ef? sýningunni

Marín Skúladóttir og Kristín Andrea Pálsdóttir mættu í Þjóðleikhúsið.
Marín Skúladóttir og Kristín Andrea Pálsdóttir mættu í Þjóðleikhúsið. Fréttablaðið/Vilhelm
Hátíðlegur andi sveif yfir vötnum á sérstakri viðhafnarsýningu á fræðsluverkinu Hvað ef? á stóra sviði Þjóðleikhússins í tilefni þess að 25.000 áhorfendur hafa séð verkið.

Forvarnaverkefnið Hvað ef? hóf göngu sína árið 2005 og hefur verið sýnt í Reykjavík og á Akureyri. Markmið aðstandenda sýningarinnar er að ná til allra 9. og 10. bekkinga landsins með skemmtifræðsluna, sem nýtir leik, söng og ljóð til að fjalla um erfið og mikilvæg málefni eins og eiturlyfjaneyslu og einelti.

Verkefnið hefur mælst vel fyrir og fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir komið að því að styrkja sýninguna, sem næst fer til Egilsstaða.

Af þessu tilefni mættu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í Þjóðleikhúsið, og ávörpuðu áhorfendur bæði fyrir og eftir sýningu.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari skellti sér á sýninguna og myndaði það sem fyrir augu bar. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.