Lífið

Rihanna stígur á svið

Söngkonan Rihanna stígur á svið á Grammy-verðlaunahátíðinni 30. nóvember.
Söngkonan Rihanna stígur á svið á Grammy-verðlaunahátíðinni 30. nóvember.
Rihanna og Usher stíga á svið þegar tilkynnt verður um tilnefningar til bandarísku Grammy-verðlaunanna 30. nóvember. Aðrir sem koma fram verða Ludacris og Lupe Fiasco, Sugarland, Jason Aldean og Lady Gaga. Kynnir verður rapparinn LL Cool J. Grammy-verðlaunahátíðin sjálf verður haldin í 54. sinn í febrúar á næsta ári í Staples Centre í Los Angeles. Lady Gaga stal senunni á síðustu hátíð þegar hún var borin inn á svæðið í eggi. Á sviðinu söng hún síðan lagið Born This Way.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.