Lífið

Eins og að vinna með Mariu Callas

Með drottningarstæla Mick Jagger er ekki sérstaklega auðveldur í samstarfi að sögn Keiths Richards.Nordicphotos/AFP
Með drottningarstæla Mick Jagger er ekki sérstaklega auðveldur í samstarfi að sögn Keiths Richards.Nordicphotos/AFP
Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, líkti því að vinna með Mick Jagger við að vinna við hlið óperudívunnar Mariu Callas. Richards sagði í viðtali við The Guardian að hinir hljómsveitarmeðlimirnir hafi tiplað á tánum í kringum Jagger til þess að halda honum góðum, en hann hafi ávallt viljað hafa rétt fyrir sér.

Hann sagði það mikinn misskilning að hljómsveitin væri eins og hamingjusöm fjölskylda þegar hljómsveitarmeðlimir hittust. „Við höfum rifist eins og hundar og kettir allan ferilinn okkar. Við erum eins og bræður í því að stundum elskum við hver annan, stundum hötum við hver annan og stundum gæti okkur ekki verið meira sama.“

Richards og Jagger eru sjaldan sammála og í viðtalinu gátu þeir ekki sammælst um líkindi þess að hljómsveitin kæmi aftur saman í tilefni 50 ára afmælis hennar á næsta ári. Jagger gerði lítið úr hugmyndinni og sagðist ekki hafa hugmynd en Richards sagði æfingahúsnæði þegar bókað fyrir hljómsveitaræfingu í lok þessa mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.