Lífið

Harpa of dýr fyrir Morfís

Ráðstefnu- og tónlistarhús Reykjavíkur, Harpa, var of dýrt fyrir menntskælinga sem vildu halda úrslitakeppni Morfís í húsinu. Þeir verða því á sínum stað í Háskólabíói. fréttablaðið/Valli
Ráðstefnu- og tónlistarhús Reykjavíkur, Harpa, var of dýrt fyrir menntskælinga sem vildu halda úrslitakeppni Morfís í húsinu. Þeir verða því á sínum stað í Háskólabíói. fréttablaðið/Valli
„Við reyndum að komast þarna inn en það var bara of dýrt fyrir okkur. Við reyndum við Eldborgarsalinn enda var það eini salurinn sem gæti hýst keppnina. En við verðum þá bara áfram í Háskólabíói,“ segir Geir Finnsson, formaður stjórnar Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna.

Morfísmenn settu markið hátt fyrir árið í ár og reyndu að koma úrslitum ræðukeppninnar fyrir í Hörpu, ráðstefnu- og tónlistarhúsi Reykjavíkur. Hins vegar reyndist verðmiðinn of hár fyrir framhaldsskólanemana og verður keppnin því að öllu óbreyttu í Háskólabíói.

Sextán liða úrslit Morfís hófust í gær með hörkuviðureign MR og FG og svo bítast framhaldskólarnir sín á milli um hver þeirra mælir af mestri rökfestu.

Geir segir að fleiri breytingar séu jafnframt fyrirhugaðar því í fyrra hafi úrslitakvöldið farið fram í miðri viku, það hafi komið niður á aðsókninni og í fyrsta skipti hafi ekki verið þaulsetið í stóra sal Háskólabíós. „Við stefnum að því að halda úrslitin nær helgi,“ segir Geir og bendir jafnframt á að sjónvarpsstöðin X-TV muni sjónvarpa völdum viðureignum beint á netinu.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.