Lífið

Justin í góðum gír

Justin Timberlake skemmti sér konunglega á hermannadansleik.
Justin Timberlake skemmti sér konunglega á hermannadansleik.
Justin Timberlake skemmti sér konunglega á árlegum dansleik hermanna í Bandaríkjunum. Honum var boðið þangað af Kelsey De Santis, en hún bjó til myndband á Youtube þar sem hún óskaði formlega eftir því að Timberlake yrði fylgdarsveinn sinn þetta kvöld. Fjölmiðlar þar vestra eru flestir mjög meðvitaðir um að Timberlake hafi notið góðs af þessu fjölmiðlatrixi sínu, en söngvarinn og leikarinn skrifar á vefsíðu sinni að hann hafi átt yndislegar stundir með De Santis. „Og ég hef aldrei upplifað það áður að konunni á stefnumótinu sé umhugað um að mér líði vel og að ég hafi allt sem ég þurfi,“ skrifar Timberlake, en leikkonan Mila Kunis þekktist svipað boð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.