Brosað út í annað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2011 11:00 Bíó. Tower Heist. Leikstjórn: Brett Ratner. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Eddie Murphy, Casey Affleck, Alan Alda, Matthew Broderick, Téa Leoni. Þessi meinlausa gamanmynd segir frá hópi manna sem hyggjast ræna siðspilltan auðjöfur eftir að þeir, ásamt samstarfsmönnum þeirra, verða græðgi hans og fjárglæfrastarfsemi að bráð. Ben Stiller leiðir hópinn og er handviss um að einhvers staðar í íbúð auðjöfursins leynist falinn fjársjóður, en íbúðin er á efstu hæð í himinháum íbúðarturni sem er vaktaður allan sólarhringinn. Söguþráðurinn er barnslega fallegur og býður upp á mikið grín. Áhorfandinn heldur með ræningjunum og vonar heitt og innilega að þeir nái að ræna ríka óbermið og fái til baka féð sem hann stal. Eddie Murphy gengur til liðs við ræningjana, en persóna hans á langan glæpaferil að baki og getur kennt ræningjunum eitt og annað. Það er gaman að sjá Murphy í nýrri mynd þar sem hann leikur aðeins eitt hlutverk, og það ekki í fitubúningi. Hann á fyndna spretti hér en hlutverkið hans er skammarlega lítið. Tower Heist hefur allt sem til þarf nema brandarana. Leikarahópurinn er öflugur og Brett Ratner er enginn aukvisi þegar kemur að leikstjórn gamansamra spennumynda og hefði því átt að geta neglt þetta. Handritið er hins vegar ekki nógu fyndið og eftir stendur grínmynd þar sem grínið er af skornum skammti. Hvað er best að kalla myndir sem láta mann einungis brosa út í annað? Niðurstaða: Skítsæmileg flensumynd. Fleiri brandarar hefðu hjálpað. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. Tower Heist. Leikstjórn: Brett Ratner. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Eddie Murphy, Casey Affleck, Alan Alda, Matthew Broderick, Téa Leoni. Þessi meinlausa gamanmynd segir frá hópi manna sem hyggjast ræna siðspilltan auðjöfur eftir að þeir, ásamt samstarfsmönnum þeirra, verða græðgi hans og fjárglæfrastarfsemi að bráð. Ben Stiller leiðir hópinn og er handviss um að einhvers staðar í íbúð auðjöfursins leynist falinn fjársjóður, en íbúðin er á efstu hæð í himinháum íbúðarturni sem er vaktaður allan sólarhringinn. Söguþráðurinn er barnslega fallegur og býður upp á mikið grín. Áhorfandinn heldur með ræningjunum og vonar heitt og innilega að þeir nái að ræna ríka óbermið og fái til baka féð sem hann stal. Eddie Murphy gengur til liðs við ræningjana, en persóna hans á langan glæpaferil að baki og getur kennt ræningjunum eitt og annað. Það er gaman að sjá Murphy í nýrri mynd þar sem hann leikur aðeins eitt hlutverk, og það ekki í fitubúningi. Hann á fyndna spretti hér en hlutverkið hans er skammarlega lítið. Tower Heist hefur allt sem til þarf nema brandarana. Leikarahópurinn er öflugur og Brett Ratner er enginn aukvisi þegar kemur að leikstjórn gamansamra spennumynda og hefði því átt að geta neglt þetta. Handritið er hins vegar ekki nógu fyndið og eftir stendur grínmynd þar sem grínið er af skornum skammti. Hvað er best að kalla myndir sem láta mann einungis brosa út í annað? Niðurstaða: Skítsæmileg flensumynd. Fleiri brandarar hefðu hjálpað.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira