Magnaður rokkpakki Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning