Magnaður rokkpakki Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira