Dagur: Verður auðveldara að mæta Kiel en Saarlouis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 09:00 Dagur hefur náð ótrúlegum árangri með lið Füchse Berlin.nordicphotos/bongarts Stórslagur helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni verður viðureign Füchse Berlin og Kiel. Þjálfarar liðanna eru báðir íslenskir – þeir Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason – en þar að auki eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin) mikilvægir leikmenn hjá liðunum. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu, en Kiel er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki. Füchse Berlin er hiins vegar geysisterkt á heimavelli og hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa. Það er því ljóst að eitthvað verður að láta undan. Max Schmeling-höllin í Berlínarborg verður troðfull á morgun, en hún tekur 8.500 áhorfendur í sæti. Í dag eru þetta tvö stórveldi í þýskum handbolta en saga liðanna er gjörólík. Kiel hefur verið við toppinn í fjöldamörg ár og unnið marga titla, bæði heima fyrir og í Evrópu. Fyrir aðeins sex árum var meðalfjöldi áhorfenda á leikjum Füchse Berlin í C-deildinni um 350 manns. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum og kom liðið öllum á óvart á síðasta tímabili er það hafnaði í þriðja sæti með jafn mörg stig og Kiel. Lærisveinar Dags hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Það gerðu þeir í september í fyrra er þeir unnu þriggja marka sigur á Kiel, 26-23. Átti það eftir að gefa tóninn fyrir frábært tímabil. Það er engum blöðum um það að fletta að Kiel er í dag sterkasta handknattleikslið Þýskalands. Liðið virðist ógnarsterkt og hefur varla stigið feilspor. Það er greinilegt að Alfreð Gíslason ætlar að endurheimta titilinn úr greipum Hamborgar, sem hafði mikla yfirburði í deildinni í fyrra. Ekkert lið hefur áður unnið fyrstu níu deildarleiki sína og árangurinn því met. En þrátt fyrir það virðist Dagur nálgast leikinn á sinn máta. Hann segir að það hafi verið erfiðara að mæta neðrideildarliðinu Saarlouis í þýsku bikarkeppninni á dögunum, sem Füchse Berlin vann örugglega, en stórliði Kiel í toppslag deildarinnar. „Það er ekkert nýtt við Kiel. Við höfum margoft spilað við liðið og þekkjum það inn og út. Það mun ekkert koma okkur á óvart í þessum leik,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla. „Við þekktum hins vegar ekkert til Saarlouis. En það er ljóst að Kiel er gríðarlega sterkt um þessar mundir.“ Leikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Stórslagur helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni verður viðureign Füchse Berlin og Kiel. Þjálfarar liðanna eru báðir íslenskir – þeir Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason – en þar að auki eru landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin) mikilvægir leikmenn hjá liðunum. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu, en Kiel er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir níu leiki. Füchse Berlin er hiins vegar geysisterkt á heimavelli og hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína til þessa. Það er því ljóst að eitthvað verður að láta undan. Max Schmeling-höllin í Berlínarborg verður troðfull á morgun, en hún tekur 8.500 áhorfendur í sæti. Í dag eru þetta tvö stórveldi í þýskum handbolta en saga liðanna er gjörólík. Kiel hefur verið við toppinn í fjöldamörg ár og unnið marga titla, bæði heima fyrir og í Evrópu. Fyrir aðeins sex árum var meðalfjöldi áhorfenda á leikjum Füchse Berlin í C-deildinni um 350 manns. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum og kom liðið öllum á óvart á síðasta tímabili er það hafnaði í þriðja sæti með jafn mörg stig og Kiel. Lærisveinar Dags hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Það gerðu þeir í september í fyrra er þeir unnu þriggja marka sigur á Kiel, 26-23. Átti það eftir að gefa tóninn fyrir frábært tímabil. Það er engum blöðum um það að fletta að Kiel er í dag sterkasta handknattleikslið Þýskalands. Liðið virðist ógnarsterkt og hefur varla stigið feilspor. Það er greinilegt að Alfreð Gíslason ætlar að endurheimta titilinn úr greipum Hamborgar, sem hafði mikla yfirburði í deildinni í fyrra. Ekkert lið hefur áður unnið fyrstu níu deildarleiki sína og árangurinn því met. En þrátt fyrir það virðist Dagur nálgast leikinn á sinn máta. Hann segir að það hafi verið erfiðara að mæta neðrideildarliðinu Saarlouis í þýsku bikarkeppninni á dögunum, sem Füchse Berlin vann örugglega, en stórliði Kiel í toppslag deildarinnar. „Það er ekkert nýtt við Kiel. Við höfum margoft spilað við liðið og þekkjum það inn og út. Það mun ekkert koma okkur á óvart í þessum leik,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla. „Við þekktum hins vegar ekkert til Saarlouis. En það er ljóst að Kiel er gríðarlega sterkt um þessar mundir.“ Leikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira