A og B, guðfræði, hagfræði og ABBA Hákon Þór Sindrason skrifar 21. október 2011 15:30 Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Góð vísa er sjaldan of oft kveðin eins og amma var vön að segja og hér er eitthvað úr fyrri skrifum höfundar sett í nýjan búning. Tilefnið er meðal annars að þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrirheit stjórnvalda í kjölfar þess voru meðal annars um upplýstara og gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu er ennþá ábótavant og svokölluð B vinnubrögð og spilling er algeng. Hægt er að skoða tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina, og þar með framleiðni. Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda guðfræðing til starfa í kirkju til að messa yfir hjörðinni, og myndi því ekki velja hagfræðing eða sálfræðing með djáknapróf þrátt fyrir trúarhita og ræðuleikni. Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar, einhverskonar hagsmunum eða jafnvel pólitískum skoðunum viðkomandi. Stöður eru jafnvel athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er mjög oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag myndi jafnvel ráða guðfræðing til að hafa yfirumsjón með hinum verðmæta eignarhlut ríkisins, og þar með fólksins, í bönkunum. Það væri meira að segja þrátt fyrir að viðkomandi hefði áður komið að einkavæðingu og sölu þessara sömu banka, þar sem mjög vafasamri aðferðafræði við sölu var beitt. Þessir sömu bankar urðu báðir gjaldþrota! Það á að vera skýlaus krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. B ráðningarnar og vinnubrögð hafa í tímans rás kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja að þetta hafi verið ein af orsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Það að afleggja B vinnubrögð er hagur fólksins og framtíðarhagur þjóðfélagsins og krafa framtíðarinnar, það er komi tími til að segja stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland? Svo slegið sé á léttari strengi þá er það stundum ágætt meðal frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt er af stað í daginn, í stað þess að hlusta á umfjallanir á öldum ljósvakans af nýjum spillingarmálum, gjaldþrotum og slíku. Þetta ráð fékk höfundur í ágætu erindi hjá Margréti Kristmundsdóttur á fundi Samtaka atvinnulífsins nýverið. Greinin var einnig send hæstvirtum fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, ásamt tengil á ABBA lagið „Money, Money, Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum með ráðstöfun peninga okkar, þar með talið til mannaráðninga!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar