Ghostigital á Iceland Airwaves: Harðasta bandið 17. október 2011 14:30 Ghostigital. Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira