„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar 12. október 2011 06:00 Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land!
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar