
Í hvert sinn...
Mannlegur harmleikurÞessar hugsanir, ásamt öðrum sem ekki eru prenthæfar, renna í gegnum huga minn þegar ég heyri lögreglumenn tala um starfið sitt; lögreglustarfið sem ég sinnti um níu ára skeið á árum áður. Sú lífsreynsla markaði líf mitt til frambúðar. Í starfinu sá ég skelfilegustu hliðar mannlífsins; hliðar sem sjaldnast snúa að almenningi né rata í fjölmiðlana. Ég sá mannlega eymd í sinni hræðilegustu mynd. Ég kom að ótal sjálfsvígum, dauðsföllum, umferðarslysum og heimilisofbeldi, upplifði harm og reiði foreldra barna sem höfðu verið misnotuð, ungs fólks sem hafði verið nauðgað og svo mætti lengi telja. Verst af öllu var þó ekki blóðið eða skelfileg aðkoma, heldur hinn mannlegi harmleikur sem við urðum að taka þátt í – hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Foreldrar sem komu að unglingnum sem fallið hafði fyrir eigin hendi, móðirin sem hljóp öskrandi út af heimili sínu þegar hún heyrði ískrandi hemlahljóðið og sá barnið sitt litla liggja í malbikinu og skelfingu lostin börn sem urðu vitni að því þegar pabbi var að misþyrma móður þeirra. Grátur þessa fólks fylgdi mér inn í svefninn þegar ég kom heim.
KvíðahnúturEnn þann dag í dag rifja ég upp skelfilegar aðstæður úr lögreglustarfinu þegar ég hlusta á fréttir og heyri ákveðin heimilisföng, ákveðin nöfn eða ek framhjá ákveðnum stöðum í Reykjavík eða úti á þjóðvegunum. Það sem þar gerðist er geymt en ekki gleymt. Nú hefur önnur kynslóð tekið við kyndlinum í lögreglunni. Synir og dætur vinkvenna minna klæðast nú lögreglubúningi og þurfa að takast á við þau hættulegu verkefni sem starfið felur í sér; mun hættulegri aðstæður en ég kynntist í starfi – og þótti nóg um. Enn fæ ég kvíðahnút í magann þegar ég heyri af lögreglumanni sem orðið hefur fyrir árás eða slasaðist í starfi. Gæti það hafa verið einn af mínum tryggu vinum af vaktinni minni gömlu eða börn vinkvenna minna? Ennþá fyllist ég óhug þegar ég heyri í sírenum og sé blá ljós lögreglubílanna. Allt þetta, sem ég og allir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hafa upplifað og þurfa að lifa með, á skilyrðislaust að meta að verðleikum. Lögreglumenn eiga ekki að þurfa að standa í launabaráttu – það sjá það allir hve starf þeirra er hættulegt og um leið mikilvægt. Ég hvet ríkisvaldið til þess að finna leið til þess að leiðrétta launakjör lögreglumanna í eitt skipti fyrir öll. Við viljum eiga vel búna, vel þjálfaða og stolta lögreglumenn sem ekki þurfa að lepja dauðann úr skel.
Skoðun

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar