Í hvert sinn... Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 6. október 2011 06:00 Í hvert sinn sem ég lít í spegil sé ég að nefið á mér er svolítið skakkt. Það eru afleiðingar sparks í andlitið frá bílþjóf sem ég var að handtaka fyrir 30 árum. Í hvert sinn sem ég finn blóðlykt minnir það mig á öll tilfellin sem ég kom að þar sem fólk hafði svipt sig lífi með því að skjóta sig í andlitið eða skera sig á púls. Í hvert sinn sem ég sé ákveðna tegund af barnastígvélum minnir það mig á fyrsta banaslysið sem ég kom að í umferðinni. Þá hafði 7 ára drengur orðið fyrir bíl. Hann var í Nokia-stígvélum, rétt eins og sonur minn átti sem þá var á sama aldri. Í hvert sinn sem ég sé fyrrverandi félaga mína að störfum á slysavettvangi set ég mig í þeirra spor. Mannlegur harmleikurÞessar hugsanir, ásamt öðrum sem ekki eru prenthæfar, renna í gegnum huga minn þegar ég heyri lögreglumenn tala um starfið sitt; lögreglustarfið sem ég sinnti um níu ára skeið á árum áður. Sú lífsreynsla markaði líf mitt til frambúðar. Í starfinu sá ég skelfilegustu hliðar mannlífsins; hliðar sem sjaldnast snúa að almenningi né rata í fjölmiðlana. Ég sá mannlega eymd í sinni hræðilegustu mynd. Ég kom að ótal sjálfsvígum, dauðsföllum, umferðarslysum og heimilisofbeldi, upplifði harm og reiði foreldra barna sem höfðu verið misnotuð, ungs fólks sem hafði verið nauðgað og svo mætti lengi telja. Verst af öllu var þó ekki blóðið eða skelfileg aðkoma, heldur hinn mannlegi harmleikur sem við urðum að taka þátt í – hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Foreldrar sem komu að unglingnum sem fallið hafði fyrir eigin hendi, móðirin sem hljóp öskrandi út af heimili sínu þegar hún heyrði ískrandi hemlahljóðið og sá barnið sitt litla liggja í malbikinu og skelfingu lostin börn sem urðu vitni að því þegar pabbi var að misþyrma móður þeirra. Grátur þessa fólks fylgdi mér inn í svefninn þegar ég kom heim. KvíðahnúturEnn þann dag í dag rifja ég upp skelfilegar aðstæður úr lögreglustarfinu þegar ég hlusta á fréttir og heyri ákveðin heimilisföng, ákveðin nöfn eða ek framhjá ákveðnum stöðum í Reykjavík eða úti á þjóðvegunum. Það sem þar gerðist er geymt en ekki gleymt. Nú hefur önnur kynslóð tekið við kyndlinum í lögreglunni. Synir og dætur vinkvenna minna klæðast nú lögreglubúningi og þurfa að takast á við þau hættulegu verkefni sem starfið felur í sér; mun hættulegri aðstæður en ég kynntist í starfi – og þótti nóg um. Enn fæ ég kvíðahnút í magann þegar ég heyri af lögreglumanni sem orðið hefur fyrir árás eða slasaðist í starfi. Gæti það hafa verið einn af mínum tryggu vinum af vaktinni minni gömlu eða börn vinkvenna minna? Ennþá fyllist ég óhug þegar ég heyri í sírenum og sé blá ljós lögreglubílanna. Allt þetta, sem ég og allir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hafa upplifað og þurfa að lifa með, á skilyrðislaust að meta að verðleikum. Lögreglumenn eiga ekki að þurfa að standa í launabaráttu – það sjá það allir hve starf þeirra er hættulegt og um leið mikilvægt. Ég hvet ríkisvaldið til þess að finna leið til þess að leiðrétta launakjör lögreglumanna í eitt skipti fyrir öll. Við viljum eiga vel búna, vel þjálfaða og stolta lögreglumenn sem ekki þurfa að lepja dauðann úr skel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem ég lít í spegil sé ég að nefið á mér er svolítið skakkt. Það eru afleiðingar sparks í andlitið frá bílþjóf sem ég var að handtaka fyrir 30 árum. Í hvert sinn sem ég finn blóðlykt minnir það mig á öll tilfellin sem ég kom að þar sem fólk hafði svipt sig lífi með því að skjóta sig í andlitið eða skera sig á púls. Í hvert sinn sem ég sé ákveðna tegund af barnastígvélum minnir það mig á fyrsta banaslysið sem ég kom að í umferðinni. Þá hafði 7 ára drengur orðið fyrir bíl. Hann var í Nokia-stígvélum, rétt eins og sonur minn átti sem þá var á sama aldri. Í hvert sinn sem ég sé fyrrverandi félaga mína að störfum á slysavettvangi set ég mig í þeirra spor. Mannlegur harmleikurÞessar hugsanir, ásamt öðrum sem ekki eru prenthæfar, renna í gegnum huga minn þegar ég heyri lögreglumenn tala um starfið sitt; lögreglustarfið sem ég sinnti um níu ára skeið á árum áður. Sú lífsreynsla markaði líf mitt til frambúðar. Í starfinu sá ég skelfilegustu hliðar mannlífsins; hliðar sem sjaldnast snúa að almenningi né rata í fjölmiðlana. Ég sá mannlega eymd í sinni hræðilegustu mynd. Ég kom að ótal sjálfsvígum, dauðsföllum, umferðarslysum og heimilisofbeldi, upplifði harm og reiði foreldra barna sem höfðu verið misnotuð, ungs fólks sem hafði verið nauðgað og svo mætti lengi telja. Verst af öllu var þó ekki blóðið eða skelfileg aðkoma, heldur hinn mannlegi harmleikur sem við urðum að taka þátt í – hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Foreldrar sem komu að unglingnum sem fallið hafði fyrir eigin hendi, móðirin sem hljóp öskrandi út af heimili sínu þegar hún heyrði ískrandi hemlahljóðið og sá barnið sitt litla liggja í malbikinu og skelfingu lostin börn sem urðu vitni að því þegar pabbi var að misþyrma móður þeirra. Grátur þessa fólks fylgdi mér inn í svefninn þegar ég kom heim. KvíðahnúturEnn þann dag í dag rifja ég upp skelfilegar aðstæður úr lögreglustarfinu þegar ég hlusta á fréttir og heyri ákveðin heimilisföng, ákveðin nöfn eða ek framhjá ákveðnum stöðum í Reykjavík eða úti á þjóðvegunum. Það sem þar gerðist er geymt en ekki gleymt. Nú hefur önnur kynslóð tekið við kyndlinum í lögreglunni. Synir og dætur vinkvenna minna klæðast nú lögreglubúningi og þurfa að takast á við þau hættulegu verkefni sem starfið felur í sér; mun hættulegri aðstæður en ég kynntist í starfi – og þótti nóg um. Enn fæ ég kvíðahnút í magann þegar ég heyri af lögreglumanni sem orðið hefur fyrir árás eða slasaðist í starfi. Gæti það hafa verið einn af mínum tryggu vinum af vaktinni minni gömlu eða börn vinkvenna minna? Ennþá fyllist ég óhug þegar ég heyri í sírenum og sé blá ljós lögreglubílanna. Allt þetta, sem ég og allir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hafa upplifað og þurfa að lifa með, á skilyrðislaust að meta að verðleikum. Lögreglumenn eiga ekki að þurfa að standa í launabaráttu – það sjá það allir hve starf þeirra er hættulegt og um leið mikilvægt. Ég hvet ríkisvaldið til þess að finna leið til þess að leiðrétta launakjör lögreglumanna í eitt skipti fyrir öll. Við viljum eiga vel búna, vel þjálfaða og stolta lögreglumenn sem ekki þurfa að lepja dauðann úr skel.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar