Flott og fyndin sýning Elísabet Brekkan skrifar 30. september 2011 13:00 Alvöru menn. Leikarar standa sig firnavel í hlutverkum sínum. Leiklist. Alvöru menn. Eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin. Þýðing: Björk Jakobsdóttir. Þýðing söngtexta: Sævar Sigurgeirsson. Leikarar: Egill Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhann G. Jóhannsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Tónlistarstjórn og píanóleikur: Pálmi Sigurhjartarson. Ljósahönnun: Guðmundur Orri Rósenkranz. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Alvörumenn í Austurbæ, þar sem áður tróðu upp Kinks-karlar og Baldur og Konni, syngja, dansa og segja sögur í stressuðu tempói enda standa þrír þeirra í þeirri trú að þeir séu að missa vinnunna. Yfirmaður þeirra, Guðmundur, fyrirskipar nefnilega fyrirvaralaust Spánarferð þar sem meiningin er að fara yfir reksturinn. Kapparnir fjórir eru hver um sig karakterar sem við þekkjum, þó ýktir séu. Egill Ólafsson leikur forstjórann Guðmund sem fær mennina til þess að horfast í augu við eigið líf og ágæti. Hann er mildur og stóískur og stendur fyrir sorginni og umhugsuninni í verkinu, meðan hinir þrír sem Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson túlka eru meiri galgopar nútímans, einhleypir, marggiftir eða undir hælnum á eiginkonunni. Þó að þetta séu leikararnir má nú segja að eitt aðalhlutverkið hafi verið í höndum Pálma Sigurhjartarsonar píanóleikara sem leiddi ekki aðeins atburðarásina áfram heldur málaði leikmyndir og gjörninga með hljóðfærinu á ævintýralegan máta. Auk þess sem hann tók þátt í söng þeirra. Leikararnir standa sig með mikilli prýði. Kjartan átti til að mynda marga spretti þar sem hinn fimi og hæfileikaríki trúður sem í honum býr braust fram af slíkum eldmóð að salurinn lá úr hlátri. Jóhann G. uppskar ekki færri hláturgusur úr salnum þegar hann er orðinn létt hífaður í sólinni yfirbugaður af áhyggjum og stöðugt með gagg eiginkonunnar í undirmeðvitundinni. Jóhannes Haukur mýktist í sínu hlutverki og var orðinn yfir sig ástfanginn í lokin. Hér var valinn maður í hverju rúmi og greinilegt að Gunnar Helgason sem leikstýrir verkinu náði svo sannarlega að kreista það besta úr hverjum og einum. Notkun lýsingar í sýningunni var einkar skemmtileg. Sviðsgólfið er því miður aðeins of lágt til þess að allir í salnum geti notið fótafimi og allra þeirra herlegheita sem boðið er upp á fyrir neðan mitti. Engu að síður er Austurbær skemmtilegt leikhús og Alvörumenn skemmtilegir menn. Niðurstaða: Ljómandi skemmtileg sýning þó að verkið sjálft sé ansi hreint klisjukennt. Leikurinn er upp á fimm stjörnur. Mest lesið Mari sló met í eggheimtu Lífið Halla Vilhjálms á lausu Lífið Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Lífið Var Kurt Cobain myrtur? Lífið „Ég hrundi“ Lífið Kittý og Egill byrjuð saman Lífið Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Menning Húrrandi stemning í opnun Húrra Tíska og hönnun Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lífið Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist. Alvöru menn. Eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin. Þýðing: Björk Jakobsdóttir. Þýðing söngtexta: Sævar Sigurgeirsson. Leikarar: Egill Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Jóhann G. Jóhannsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Tónlistarstjórn og píanóleikur: Pálmi Sigurhjartarson. Ljósahönnun: Guðmundur Orri Rósenkranz. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Alvörumenn í Austurbæ, þar sem áður tróðu upp Kinks-karlar og Baldur og Konni, syngja, dansa og segja sögur í stressuðu tempói enda standa þrír þeirra í þeirri trú að þeir séu að missa vinnunna. Yfirmaður þeirra, Guðmundur, fyrirskipar nefnilega fyrirvaralaust Spánarferð þar sem meiningin er að fara yfir reksturinn. Kapparnir fjórir eru hver um sig karakterar sem við þekkjum, þó ýktir séu. Egill Ólafsson leikur forstjórann Guðmund sem fær mennina til þess að horfast í augu við eigið líf og ágæti. Hann er mildur og stóískur og stendur fyrir sorginni og umhugsuninni í verkinu, meðan hinir þrír sem Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson túlka eru meiri galgopar nútímans, einhleypir, marggiftir eða undir hælnum á eiginkonunni. Þó að þetta séu leikararnir má nú segja að eitt aðalhlutverkið hafi verið í höndum Pálma Sigurhjartarsonar píanóleikara sem leiddi ekki aðeins atburðarásina áfram heldur málaði leikmyndir og gjörninga með hljóðfærinu á ævintýralegan máta. Auk þess sem hann tók þátt í söng þeirra. Leikararnir standa sig með mikilli prýði. Kjartan átti til að mynda marga spretti þar sem hinn fimi og hæfileikaríki trúður sem í honum býr braust fram af slíkum eldmóð að salurinn lá úr hlátri. Jóhann G. uppskar ekki færri hláturgusur úr salnum þegar hann er orðinn létt hífaður í sólinni yfirbugaður af áhyggjum og stöðugt með gagg eiginkonunnar í undirmeðvitundinni. Jóhannes Haukur mýktist í sínu hlutverki og var orðinn yfir sig ástfanginn í lokin. Hér var valinn maður í hverju rúmi og greinilegt að Gunnar Helgason sem leikstýrir verkinu náði svo sannarlega að kreista það besta úr hverjum og einum. Notkun lýsingar í sýningunni var einkar skemmtileg. Sviðsgólfið er því miður aðeins of lágt til þess að allir í salnum geti notið fótafimi og allra þeirra herlegheita sem boðið er upp á fyrir neðan mitti. Engu að síður er Austurbær skemmtilegt leikhús og Alvörumenn skemmtilegir menn. Niðurstaða: Ljómandi skemmtileg sýning þó að verkið sjálft sé ansi hreint klisjukennt. Leikurinn er upp á fimm stjörnur.
Mest lesið Mari sló met í eggheimtu Lífið Halla Vilhjálms á lausu Lífið Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Lífið Var Kurt Cobain myrtur? Lífið „Ég hrundi“ Lífið Kittý og Egill byrjuð saman Lífið Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Menning Húrrandi stemning í opnun Húrra Tíska og hönnun Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lífið Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira