Geggjun og dásamleg meðvirkni Elísabet Brekkan skrifar 16. september 2011 06:00 Pörupiltar. Leikhús. Uppnám. Þjóðleikhúskjallarinn. Höfundar og leikarar: Pörupiltar (Sólveig Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannsdóttir) og Viggó/Víoletta (Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik. Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammistöðu sinni. Hermann Gunnarsson er snyrtipinni sem býr hjá mömmu og selur lífrænar tuskur. María Pálsdóttir virtist þekkja hann út og inn. Alexía Björg Jóhannesdóttir lék síðhærðan iðjuleysingja með sannfærandi kæki og takta sem einir sér nægðu til þess að hlægja salinn. Sólveig Guðmundsdóttir dregur upp óborganlegan mynd af skáldi og rappara sem varð að hætta að vinna sem næturvörður á Mogganum af því það var svo langt að fara. Leikkonurnar hafa húmorinn vel á valdi sínu og undirliggjandi tregi gerði leikinn enn meira sannfærandi. Í síðari hlutanum kynnumst við krökkum sem ung fara að skrifast á millum Bíldudals og Breiðholts og verða síðar par, þó svo að pilturinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann var frekar hrifinn af strákum. Viggó og Víoletta sópa erfiðleikum og fordómum undir mottuna og leyfa sér að þeyta sér inn í draumheima söngleikjanna. Vióletta fer til Broadway en velur svo að koma heim til Viggós. Bjarni Snæbjörnsson fór með hlutverk Viggós og Víolettu lék Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Íslenskir textar við alls kyns þekkt söngleikalög voru smellnir. Sigríður Eyrún heillar salinn með styrkum söng, persónulegum sjarma og glettni. Bjarni lagði salinn í túlkun sinni á Leif latte-gaur, sem upprunalega var samið við lag Marcy. Bjarni og Sigríður voru ærslafengin í leik sínum og sneru öllu tali um meðvirkni á hvolf þannig að það svínvirkaði. Fordómar og hvernig þeir taka sér bólfestu í okkur var einnig hluti af þeirra yrkisefni, en þeim var, eins og öllu öðru í glitrandi bleikum draumheimi, sópað undir teppið. Engu var ofaukið í þessum tvískipta kabarett og er óhætt að lofa góðri skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum við dillandi tóna. Niðurstaða: Frábær skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum. Lífið Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Uppnám. Þjóðleikhúskjallarinn. Höfundar og leikarar: Pörupiltar (Sólveig Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannsdóttir) og Viggó/Víoletta (Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik. Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammistöðu sinni. Hermann Gunnarsson er snyrtipinni sem býr hjá mömmu og selur lífrænar tuskur. María Pálsdóttir virtist þekkja hann út og inn. Alexía Björg Jóhannesdóttir lék síðhærðan iðjuleysingja með sannfærandi kæki og takta sem einir sér nægðu til þess að hlægja salinn. Sólveig Guðmundsdóttir dregur upp óborganlegan mynd af skáldi og rappara sem varð að hætta að vinna sem næturvörður á Mogganum af því það var svo langt að fara. Leikkonurnar hafa húmorinn vel á valdi sínu og undirliggjandi tregi gerði leikinn enn meira sannfærandi. Í síðari hlutanum kynnumst við krökkum sem ung fara að skrifast á millum Bíldudals og Breiðholts og verða síðar par, þó svo að pilturinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann var frekar hrifinn af strákum. Viggó og Víoletta sópa erfiðleikum og fordómum undir mottuna og leyfa sér að þeyta sér inn í draumheima söngleikjanna. Vióletta fer til Broadway en velur svo að koma heim til Viggós. Bjarni Snæbjörnsson fór með hlutverk Viggós og Víolettu lék Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Íslenskir textar við alls kyns þekkt söngleikalög voru smellnir. Sigríður Eyrún heillar salinn með styrkum söng, persónulegum sjarma og glettni. Bjarni lagði salinn í túlkun sinni á Leif latte-gaur, sem upprunalega var samið við lag Marcy. Bjarni og Sigríður voru ærslafengin í leik sínum og sneru öllu tali um meðvirkni á hvolf þannig að það svínvirkaði. Fordómar og hvernig þeir taka sér bólfestu í okkur var einnig hluti af þeirra yrkisefni, en þeim var, eins og öllu öðru í glitrandi bleikum draumheimi, sópað undir teppið. Engu var ofaukið í þessum tvískipta kabarett og er óhætt að lofa góðri skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum við dillandi tóna. Niðurstaða: Frábær skemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum.
Lífið Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira