Samvinnan sem við þurfum á að halda Barack Obama skrifar 10. september 2011 06:00 Nú þegar tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 minnumst við þess að 11.9. var ekki aðeins árás á Bandaríkin, heldur var þetta árás á heiminn og þá mennsku og vonir sem við deilum. Við minnumst þess að á meðal nærri 3.000 saklausra fórnarlamba sem fórust þennan dag voru hundruð borgara frá rúmlega 90 löndum. Þetta voru karlar og konur, ungir sem aldnir, og tilheyrðu margs konar kynþáttum og trúarbrögðum. Á þessum alvarlega minningardegi sameinumst við fjölskyldum þeirra og þjóðum til að heiðra minningu þeirra. Við minnumst þess með þakklæti hvernig heimurinn sameinaðist fyrir tíu árum og varð sem einn. Um allan heim stöðvuðust heilar borgir til að eiga þagnarstundir. Fólk baðst fyrir í kirkjum, moskum, samkunduhúsum og öðrum tilbeiðsluhúsum. Og við sem búum í Bandaríkjunum munum aldrei gleyma hvernig fólk úti um allan heim stóð með okkur og sýndi einhug á kertavökum og innan um blómahöfin sem lögð voru við sendiráð okkar. Við minnumst þess að vikurnar eftir 11.9. unnum við eins og alþjóðlegt samfélag. Sem hluti af breiðri samfylkingu hröktum við al-Kaída frá þjálfunarbúðum sínum í Afganistan, steyptum talibönum af stóli og gáfum afgönsku þjóðinni tækifæri til að lifa laus við ógnarstjórn. En árin sem á eftir fylgdu voru erfið og sá andi hnattrænnar samvinnu sem við fundum eftir 11.9. dvínaði. Sem forseti hef ég unnið að því að endurnýja þá samvinnu allra ríkja sem nauðsynleg er til að mæta þeim víðtæku og krefjandi viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir. Á þessu nýja skeiði skuldbindinga höfum við myndað bandalög við ríki og þjóðir á grunni gagnkvæmra hagsmuna og gagnkvæmrar virðingar. Sem alþjóðlegt samfélag höfum við sýnt að hryðjuverkamenn ráða ekki við þrek og þrautseigju almennra borgara. Ég hef gert það lýðum ljóst að Bandaríkin eru ekki og munu aldrei fara í stríð við íslam. Hins vegar erum við ásamt bandamönnum okkar og vinum sameinaðir gegn al-Kaída, sem hefur ráðist á tugi landa og drepið tugi þúsunda saklausra manna, kvenna og barna, að miklum meirihluta múslíma. Í þessari viku minnumst við allra fórnarlamba al-Kaída og þess hugrekkis og þeirrar seiglu sem fjölskyldur þeirra og meðborgarar hafa sýnt, frá Miðausturlöndum til Evrópu, frá Afríku til Asíu. Með því að vinna saman höfum truflað samsæri al-Kaída, rutt Osama bin Laden úr vegi og flestum forystumönnum hans, og snúið al-Kaída inn á braut ósigurs. Á sama tíma hefur fólk í Miðausturlöndum og Norður-Afríku sýnt að öruggasta leiðin til réttlætis og reisnar er siðferðisstyrkur friðsamlegra mótmæla, ekki hugsunarlausra hryðjuverka og ofbeldis. Það er ljóst að ofbeldisfullir öfgamenn verða skildir eftir og að framtíðin tilheyrir þeim sem vilja byggja upp, ekki tortíma. Þau ríki og þjóðir sem sækjast eftir framtíð friðar og hagsældar eiga bandamann þar sem Bandaríkin eru. Því þótt við þurfum að takast á við efnahagsleg vandamál heima fyrir munu Bandaríkin halda áfram að gegna einstöku forystuhlutverki í heiminum. Þótt við flytjum síðustu hermenn okkar frá Írak og komum stjórnarábyrgð í hendur heimamanna í Afganistan munum við styðja Íraka og Afgana í viðleitni þeirra til að veita fólki sínu öryggi og tækifæri. Í arabalöndunum og annars staðar munum við berjast fyrir reisn og almennum réttindum sérhvers manns. Um allan heim munum við halda áfram því erfiða verki að koma á friði, efla þróun sem lyftir fólki upp úr fátækt og stuðla að fæðuöryggi, heilbrigði og góðum stjórnarháttum sem leysa úr læðingi möguleika borgaranna og þjóðfélaganna. Á sama tíma höfum við skuldbundið okkur á ný til að lifa samkvæmt gildum okkar heima fyrir. Sem innflytjendaþjóð bjóða Bandaríkjamenn velkomið fólk frá öllum löndum og menningarheimum. Þessir nýjustu Bandaríkjamenn – eins og öll saklausu fórnarlömbin fyrir tíu árum – minna okkur á að þrátt fyrir allan mismun kynþátta og þjóðernis, bakgrunns eða trúar, tengjumst við öll í þeirri sameiginlegu von að við getum gert heiminn að betri stað fyrir kynslóðir nútímans og framtíðarinnar. Það verður að vera arfleifð þeirra sem við höfum misst. Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst. Núna tíu árum síðar sameinumst við vinum okkar og bandamönnum er við minnumst þeirra sem við höfum misst í þessari baráttu. Í minningu þeirra ítrekum við anda samvinnu og gagnkvæmrar virðingar sem nauðsynleg er til að allar þjóðir geti lifað við reisn, frelsi og frið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 minnumst við þess að 11.9. var ekki aðeins árás á Bandaríkin, heldur var þetta árás á heiminn og þá mennsku og vonir sem við deilum. Við minnumst þess að á meðal nærri 3.000 saklausra fórnarlamba sem fórust þennan dag voru hundruð borgara frá rúmlega 90 löndum. Þetta voru karlar og konur, ungir sem aldnir, og tilheyrðu margs konar kynþáttum og trúarbrögðum. Á þessum alvarlega minningardegi sameinumst við fjölskyldum þeirra og þjóðum til að heiðra minningu þeirra. Við minnumst þess með þakklæti hvernig heimurinn sameinaðist fyrir tíu árum og varð sem einn. Um allan heim stöðvuðust heilar borgir til að eiga þagnarstundir. Fólk baðst fyrir í kirkjum, moskum, samkunduhúsum og öðrum tilbeiðsluhúsum. Og við sem búum í Bandaríkjunum munum aldrei gleyma hvernig fólk úti um allan heim stóð með okkur og sýndi einhug á kertavökum og innan um blómahöfin sem lögð voru við sendiráð okkar. Við minnumst þess að vikurnar eftir 11.9. unnum við eins og alþjóðlegt samfélag. Sem hluti af breiðri samfylkingu hröktum við al-Kaída frá þjálfunarbúðum sínum í Afganistan, steyptum talibönum af stóli og gáfum afgönsku þjóðinni tækifæri til að lifa laus við ógnarstjórn. En árin sem á eftir fylgdu voru erfið og sá andi hnattrænnar samvinnu sem við fundum eftir 11.9. dvínaði. Sem forseti hef ég unnið að því að endurnýja þá samvinnu allra ríkja sem nauðsynleg er til að mæta þeim víðtæku og krefjandi viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir. Á þessu nýja skeiði skuldbindinga höfum við myndað bandalög við ríki og þjóðir á grunni gagnkvæmra hagsmuna og gagnkvæmrar virðingar. Sem alþjóðlegt samfélag höfum við sýnt að hryðjuverkamenn ráða ekki við þrek og þrautseigju almennra borgara. Ég hef gert það lýðum ljóst að Bandaríkin eru ekki og munu aldrei fara í stríð við íslam. Hins vegar erum við ásamt bandamönnum okkar og vinum sameinaðir gegn al-Kaída, sem hefur ráðist á tugi landa og drepið tugi þúsunda saklausra manna, kvenna og barna, að miklum meirihluta múslíma. Í þessari viku minnumst við allra fórnarlamba al-Kaída og þess hugrekkis og þeirrar seiglu sem fjölskyldur þeirra og meðborgarar hafa sýnt, frá Miðausturlöndum til Evrópu, frá Afríku til Asíu. Með því að vinna saman höfum truflað samsæri al-Kaída, rutt Osama bin Laden úr vegi og flestum forystumönnum hans, og snúið al-Kaída inn á braut ósigurs. Á sama tíma hefur fólk í Miðausturlöndum og Norður-Afríku sýnt að öruggasta leiðin til réttlætis og reisnar er siðferðisstyrkur friðsamlegra mótmæla, ekki hugsunarlausra hryðjuverka og ofbeldis. Það er ljóst að ofbeldisfullir öfgamenn verða skildir eftir og að framtíðin tilheyrir þeim sem vilja byggja upp, ekki tortíma. Þau ríki og þjóðir sem sækjast eftir framtíð friðar og hagsældar eiga bandamann þar sem Bandaríkin eru. Því þótt við þurfum að takast á við efnahagsleg vandamál heima fyrir munu Bandaríkin halda áfram að gegna einstöku forystuhlutverki í heiminum. Þótt við flytjum síðustu hermenn okkar frá Írak og komum stjórnarábyrgð í hendur heimamanna í Afganistan munum við styðja Íraka og Afgana í viðleitni þeirra til að veita fólki sínu öryggi og tækifæri. Í arabalöndunum og annars staðar munum við berjast fyrir reisn og almennum réttindum sérhvers manns. Um allan heim munum við halda áfram því erfiða verki að koma á friði, efla þróun sem lyftir fólki upp úr fátækt og stuðla að fæðuöryggi, heilbrigði og góðum stjórnarháttum sem leysa úr læðingi möguleika borgaranna og þjóðfélaganna. Á sama tíma höfum við skuldbundið okkur á ný til að lifa samkvæmt gildum okkar heima fyrir. Sem innflytjendaþjóð bjóða Bandaríkjamenn velkomið fólk frá öllum löndum og menningarheimum. Þessir nýjustu Bandaríkjamenn – eins og öll saklausu fórnarlömbin fyrir tíu árum – minna okkur á að þrátt fyrir allan mismun kynþátta og þjóðernis, bakgrunns eða trúar, tengjumst við öll í þeirri sameiginlegu von að við getum gert heiminn að betri stað fyrir kynslóðir nútímans og framtíðarinnar. Það verður að vera arfleifð þeirra sem við höfum misst. Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst. Núna tíu árum síðar sameinumst við vinum okkar og bandamönnum er við minnumst þeirra sem við höfum misst í þessari baráttu. Í minningu þeirra ítrekum við anda samvinnu og gagnkvæmrar virðingar sem nauðsynleg er til að allar þjóðir geti lifað við reisn, frelsi og frið.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun