Lögreglumaður mun ávallt svara kalli þínu! Heiða Rafnsdóttir skrifar 29. ágúst 2011 06:00 Lögreglumenn mega ekki fara í verkfall. Margir velta eflaust fyrir sér hvort verkfall þessarar stéttar sé í raun framkvæmanlegt í ljósi þess í hverju starfið felst. Kjarabarátta lögreglumanna hefur verið í gangi lengi og baráttan við niðurskurð hefur verið blóðug. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í tæpa 270 daga en núna er beðið niðurstöðu gerðardóms. Með þeirri niðurstöðu mun framtíð margra lögreglumanna vafalaust ráðast. Árið 2007 skrifaði ég grein í Lögreglublaðið sem fjallaði um kjaramál. Ég vil vitna hér í hluta hennar: „Með þessum skrifum mínum vil ég fyrst og fremst benda lögreglumönnum á það að grunnlaunin hljóta að skipta öllu máli í komandi kjarabaráttu. Ég vil bara ítreka mína skoðun þess efnis að lögreglumenn eiga ekki að þurfa að treysta á aukavinnu og/eða vaktavinnuálag til þess að tryggja sér viðunandi launakjör. … Þeir eru eflaust margir, ég meðtalin, sem hafa undanfarið velt fyrir sér hvort þeir ættu að skilja við þennan starfsvettvang og jafnvel einhverjir sem hafa ekki átt annarra kosta völ, þrátt fyrir brennandi áhuga á starfinu. Margir nákomnir mér hafa hneykslast á aðgerðaleysi mínu og hvatt mig til þess að leita að betur launuðu starfi og nýta til þess þá háskólamenntun sem ég varð mér úti um áður en ég gekk til liðs við lögregluna. Ég er hins vegar enn þá haldin þessari löngun sem „hrjáir” eflaust marga samstarfsmenn mína, að halda mig til í starfi og vona að betri tímar séu framundan. Enn fremur harðneita ég því að hrekjast úr starfi sem ég kann vel við og láta í minni pokann vegna hluta sem á að vera hægt að breyta. Ég ætla að tóra á meðan ég stend undir því! Það má kalla það heimsku, þrjósku, en ég kæri ég mig ekki um að láta utanaðkomandi öfl stýra því hvert ég kýs að beina mínum starfskröftum. …“ Þetta var ritað árið 2007, á einum mesta uppgangstíma sem þekkst hefur á Íslandi. Lögreglumenn voru samt sem áður komnir í mikil vandræði og fjölmargir þeirra búnir að yfirgefa stéttina vegna lágra launa. Niðurskurður og sparnaður var hafinn. Enginn hefði þá getað gert sér í hugarlund hversu mikið ástandið átti eftir að versna. Ég sjálf gafst upp, skömm frá því að segja, en hugsjónir borga víst ekki reikninga eins og alkunna er. Lögreglumaður mun svara kalli þínu þegar þú þarft á að halda. Lögreglumaður mun ekki skorast undan ábyrgð sama hvaða aðstæður koma upp. Lögreglumaður mun ekki láta þig bíða lengur en hann sjálfur mögulega ræður við! Lögreglumaðurinn getur verið þinn besti vinur, algjör dýrlingur þegar mest á reynir. Lögreglumaðurinn sinnir verkefnum sem þú vilt ekki vita af og þarft ekki að vita af. Hann stígur fram og framkvæmir þegar aðrir hörfa eða gefast upp. Ég bið þig, ágæti lesandi, að gefa þér tíma til þess að hugsa um hvaða þýðingu það hefur fyrir þig að geta kallað til lögreglu á ögurstundu? Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig þegar þú ert í minniháttar vandræðum, eða þegar gert hefur verið á hlut þinn, þegar þú eða þínir nánustu lenda á villigötum, blæðir eða hafa gefist upp og sjáið enga lausn í augsýn? Lögreglumaðurinn er oft kallaður „laganna vörður“ en mundu að það þýðir að honum ber fyrst og fremst skylda til þess að standa vörð um þinn líkama, æru og eignir. Hann mun hlusta á þig, vísa þér veginn, veita þér ráð, aðhald og aðstoð. Hann mun virða þig óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, þjóðerni, andlegu eða líkamlegu ástandi. Hann mun gera sitt besta til að sjá til þess að þín réttarstaða verði tryggð hvort sem þú ert brotaþoli eða sakborningur. Geturðu hugsað þér tilveru þar sem ekki er hægt að kalla á lögreglumann? Geturðu hugsað þér að fækkað verði enn frekar í röðum lögreglumanna, búnaður þeirra verði af skornum skammti, notkun lögreglubifreiða verði takmörkuð enn frekar, allt í sparnaðarskyni. Þykir þér það ásættanlegt að enn fleiri góðir lögreglumenn þurfi að yfirgefa starf, sem þeir sinna af ástríðu, einungis af fjárhagslegum ástæðum. Fæst þú til þess að trúa því að ótæpilegur niðurskurður til lögreglumála hafi ekki varanlegar afleiðingar? Hverjar telur þú vera grunnforsendurnar fyrir því að öryggi þitt sem borgara sé tryggt? Lögreglumenn munu ávallt svara kalli þínu en þeirra stakkur er sniðinn af öðrum máttarvöldum og sá stakkur er fyrir löngu orðinn allt of lítill og auk þess gatslitinn. Það eitt er víst að lögreglumenn eru hugsjónamenn, þeir vilja sinna starfi sínu af umhyggju og fagmennsku. Undir núverandi kringumstæðum hlýtur það hins vegar að vera á fárra færi þar sem álag vegna niðurskurðar, vinnuþrælkunar og eigin fjárhagsáhyggja hafa fyrir löngu dregið mátt úr flestum lögreglumönnum. Munu stjórnvöld gera það sem þarf til að létta byrði þeirra svo þeir geti áfram verið til staðar í líkama ekki síður en anda… fyrir þig ágæti lesandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Lögreglumenn mega ekki fara í verkfall. Margir velta eflaust fyrir sér hvort verkfall þessarar stéttar sé í raun framkvæmanlegt í ljósi þess í hverju starfið felst. Kjarabarátta lögreglumanna hefur verið í gangi lengi og baráttan við niðurskurð hefur verið blóðug. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í tæpa 270 daga en núna er beðið niðurstöðu gerðardóms. Með þeirri niðurstöðu mun framtíð margra lögreglumanna vafalaust ráðast. Árið 2007 skrifaði ég grein í Lögreglublaðið sem fjallaði um kjaramál. Ég vil vitna hér í hluta hennar: „Með þessum skrifum mínum vil ég fyrst og fremst benda lögreglumönnum á það að grunnlaunin hljóta að skipta öllu máli í komandi kjarabaráttu. Ég vil bara ítreka mína skoðun þess efnis að lögreglumenn eiga ekki að þurfa að treysta á aukavinnu og/eða vaktavinnuálag til þess að tryggja sér viðunandi launakjör. … Þeir eru eflaust margir, ég meðtalin, sem hafa undanfarið velt fyrir sér hvort þeir ættu að skilja við þennan starfsvettvang og jafnvel einhverjir sem hafa ekki átt annarra kosta völ, þrátt fyrir brennandi áhuga á starfinu. Margir nákomnir mér hafa hneykslast á aðgerðaleysi mínu og hvatt mig til þess að leita að betur launuðu starfi og nýta til þess þá háskólamenntun sem ég varð mér úti um áður en ég gekk til liðs við lögregluna. Ég er hins vegar enn þá haldin þessari löngun sem „hrjáir” eflaust marga samstarfsmenn mína, að halda mig til í starfi og vona að betri tímar séu framundan. Enn fremur harðneita ég því að hrekjast úr starfi sem ég kann vel við og láta í minni pokann vegna hluta sem á að vera hægt að breyta. Ég ætla að tóra á meðan ég stend undir því! Það má kalla það heimsku, þrjósku, en ég kæri ég mig ekki um að láta utanaðkomandi öfl stýra því hvert ég kýs að beina mínum starfskröftum. …“ Þetta var ritað árið 2007, á einum mesta uppgangstíma sem þekkst hefur á Íslandi. Lögreglumenn voru samt sem áður komnir í mikil vandræði og fjölmargir þeirra búnir að yfirgefa stéttina vegna lágra launa. Niðurskurður og sparnaður var hafinn. Enginn hefði þá getað gert sér í hugarlund hversu mikið ástandið átti eftir að versna. Ég sjálf gafst upp, skömm frá því að segja, en hugsjónir borga víst ekki reikninga eins og alkunna er. Lögreglumaður mun svara kalli þínu þegar þú þarft á að halda. Lögreglumaður mun ekki skorast undan ábyrgð sama hvaða aðstæður koma upp. Lögreglumaður mun ekki láta þig bíða lengur en hann sjálfur mögulega ræður við! Lögreglumaðurinn getur verið þinn besti vinur, algjör dýrlingur þegar mest á reynir. Lögreglumaðurinn sinnir verkefnum sem þú vilt ekki vita af og þarft ekki að vita af. Hann stígur fram og framkvæmir þegar aðrir hörfa eða gefast upp. Ég bið þig, ágæti lesandi, að gefa þér tíma til þess að hugsa um hvaða þýðingu það hefur fyrir þig að geta kallað til lögreglu á ögurstundu? Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig þegar þú ert í minniháttar vandræðum, eða þegar gert hefur verið á hlut þinn, þegar þú eða þínir nánustu lenda á villigötum, blæðir eða hafa gefist upp og sjáið enga lausn í augsýn? Lögreglumaðurinn er oft kallaður „laganna vörður“ en mundu að það þýðir að honum ber fyrst og fremst skylda til þess að standa vörð um þinn líkama, æru og eignir. Hann mun hlusta á þig, vísa þér veginn, veita þér ráð, aðhald og aðstoð. Hann mun virða þig óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, þjóðerni, andlegu eða líkamlegu ástandi. Hann mun gera sitt besta til að sjá til þess að þín réttarstaða verði tryggð hvort sem þú ert brotaþoli eða sakborningur. Geturðu hugsað þér tilveru þar sem ekki er hægt að kalla á lögreglumann? Geturðu hugsað þér að fækkað verði enn frekar í röðum lögreglumanna, búnaður þeirra verði af skornum skammti, notkun lögreglubifreiða verði takmörkuð enn frekar, allt í sparnaðarskyni. Þykir þér það ásættanlegt að enn fleiri góðir lögreglumenn þurfi að yfirgefa starf, sem þeir sinna af ástríðu, einungis af fjárhagslegum ástæðum. Fæst þú til þess að trúa því að ótæpilegur niðurskurður til lögreglumála hafi ekki varanlegar afleiðingar? Hverjar telur þú vera grunnforsendurnar fyrir því að öryggi þitt sem borgara sé tryggt? Lögreglumenn munu ávallt svara kalli þínu en þeirra stakkur er sniðinn af öðrum máttarvöldum og sá stakkur er fyrir löngu orðinn allt of lítill og auk þess gatslitinn. Það eitt er víst að lögreglumenn eru hugsjónamenn, þeir vilja sinna starfi sínu af umhyggju og fagmennsku. Undir núverandi kringumstæðum hlýtur það hins vegar að vera á fárra færi þar sem álag vegna niðurskurðar, vinnuþrælkunar og eigin fjárhagsáhyggja hafa fyrir löngu dregið mátt úr flestum lögreglumönnum. Munu stjórnvöld gera það sem þarf til að létta byrði þeirra svo þeir geti áfram verið til staðar í líkama ekki síður en anda… fyrir þig ágæti lesandi!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun