Brjóst, blóð og barbarismi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2011 10:00 Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira