Brjóst, blóð og barbarismi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2011 10:00 Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira