Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds Róbert R. Spanó skrifar 22. júlí 2011 06:00 Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrifum mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grundvallar nýsettum lögum um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða sakamál sem hlaut endanlega málsmeðferð fyrir lögreglu og dómstólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þá hefur Hæstiréttur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttarríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breytingar á lagareglum um endurupptöku ef til þess standa frambærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikillar varfærni, enda þarf jafnan mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum meginreglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds verða að virða þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun