Bolvíkingar þéna vel á frístundaveiðunum 22. júlí 2011 06:00 Frístundaveiðimaður með mikinn feng Frank Petzold dró í fyrra úr Djúpinu þennan methlýra sem vó 20 kíló svo þetta eru gjöful mið sem allur þessi fjöldi frístundaveiðimanna sækir í fyrir vestan. mynd/róbert schmidt Um 760 ferðamenn koma til Bolungarvíkur í ár til að stunda frístundaveiðar, segir Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri Víkurbáta. Fjöldi slíkra ferðamanna hefur þrefaldast hjá fyrirtækinu í samanburði við síðasta ár. Það tók á móti 130 ferðamönnum í fyrra en þeir verða 380 í ár. Hann segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að þessi fjöldi skili 380 milljónum í tekjur til Bolungarvíkur. Fyrirtæki hans er einnig með annars konar ferðaþjónustu og segir hann að heildarfjöldi þeirra sem nýti sér þjónustu þess sé um 500 og að alls komi rúmlega 900 ferðamenn til Bolungarvíkur eða álíka margir og þar eru búsettir. Haldinn var opinn fundur í Bolungarvík í síðustu viku þar sem bæjarbúar réðu ráðum sínum svo bærinn gæti með sem bestu móti tekið við þessum fjölda ferðamanna. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir þennan nýja iðnað vera mikilvæga viðbót fyrir samfélagið á staðnum. „Það sem er einnig mjög gott við þessa ferðamennsku er það að ferðatíminn er mun lengri en þessi hefðbundni íslenski ferðatími af því að sjóstangveiðimennirnir koma fyrr á vorin og fara seinna á haustin," segir hann. Haukur segir að í ár hafi fyrstu ferðamennirnir komið í seinni hluta apríl og bókað sé fram í lok september. Finnur Jónsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sea Angling, sem rær til frístundaveiða frá Bolungarvík meðal annarra staða, segir að í heildina komi um 2.000 ferðamenn til frístundaveiða á Vestfjörðum í ár en það sé um tíu prósenta samdráttur frá því í fyrra. „Mín reynsla sýnir að veiðimennirnir koma aftur og aftur til Vestfjarða," segir Finnur. „En flestir þeirra kjósa að skipta um stað og nú renna öll vötn til Tálknafjarðar hjá okkur, þar hefur fjöldinn tvöfaldast í ár, kannski flyst þessi ásókn eitthvert annað á næsta ári." Víkurbátar slá ekki aðeins aðsóknarmet um þessar mundir því nýlega bættu þeir öðru heimsmeti í fiskisögu sína. Frægt er þegar bátur frá þeim kom með 219 kílóa lúðu að landi í fyrra, sem er heimsmet. Þá kom rússneskur veiðimaður, sem reyndar er fulltrúi Rússa í Alþjóðasamtökum sjóstangveiðimanna, með 20 kílóa þorsk að landi í maí síðastliðnum sem er einnig heimsmet. „Hann var afar stoltur af þessu og reyndar var mikið fjallað um þetta í rússneskum fjölmiðlum, veit ég," segir Haukur. jse@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Um 760 ferðamenn koma til Bolungarvíkur í ár til að stunda frístundaveiðar, segir Haukur Vagnsson, framkvæmdastjóri Víkurbáta. Fjöldi slíkra ferðamanna hefur þrefaldast hjá fyrirtækinu í samanburði við síðasta ár. Það tók á móti 130 ferðamönnum í fyrra en þeir verða 380 í ár. Hann segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að þessi fjöldi skili 380 milljónum í tekjur til Bolungarvíkur. Fyrirtæki hans er einnig með annars konar ferðaþjónustu og segir hann að heildarfjöldi þeirra sem nýti sér þjónustu þess sé um 500 og að alls komi rúmlega 900 ferðamenn til Bolungarvíkur eða álíka margir og þar eru búsettir. Haldinn var opinn fundur í Bolungarvík í síðustu viku þar sem bæjarbúar réðu ráðum sínum svo bærinn gæti með sem bestu móti tekið við þessum fjölda ferðamanna. Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir þennan nýja iðnað vera mikilvæga viðbót fyrir samfélagið á staðnum. „Það sem er einnig mjög gott við þessa ferðamennsku er það að ferðatíminn er mun lengri en þessi hefðbundni íslenski ferðatími af því að sjóstangveiðimennirnir koma fyrr á vorin og fara seinna á haustin," segir hann. Haukur segir að í ár hafi fyrstu ferðamennirnir komið í seinni hluta apríl og bókað sé fram í lok september. Finnur Jónsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sea Angling, sem rær til frístundaveiða frá Bolungarvík meðal annarra staða, segir að í heildina komi um 2.000 ferðamenn til frístundaveiða á Vestfjörðum í ár en það sé um tíu prósenta samdráttur frá því í fyrra. „Mín reynsla sýnir að veiðimennirnir koma aftur og aftur til Vestfjarða," segir Finnur. „En flestir þeirra kjósa að skipta um stað og nú renna öll vötn til Tálknafjarðar hjá okkur, þar hefur fjöldinn tvöfaldast í ár, kannski flyst þessi ásókn eitthvert annað á næsta ári." Víkurbátar slá ekki aðeins aðsóknarmet um þessar mundir því nýlega bættu þeir öðru heimsmeti í fiskisögu sína. Frægt er þegar bátur frá þeim kom með 219 kílóa lúðu að landi í fyrra, sem er heimsmet. Þá kom rússneskur veiðimaður, sem reyndar er fulltrúi Rússa í Alþjóðasamtökum sjóstangveiðimanna, með 20 kílóa þorsk að landi í maí síðastliðnum sem er einnig heimsmet. „Hann var afar stoltur af þessu og reyndar var mikið fjallað um þetta í rússneskum fjölmiðlum, veit ég," segir Haukur. jse@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira