Skýrsla Ríkisendurskoðunar og starfsemi FSA Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2011 06:00 Fólk er í dag lagt inn á sjúkrahús vegna þess að auk læknismeðferðar þarfnast það hjúkrunarmeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé rædd frá sjónarhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskodun.is. Skýrslan byggir á netkönnun meðal 40% starfsmanna og viðtölum við 30 starfsmenn af þeim 600 sem hér starfa. Í niðurstöðunum vekur það athygli að svarið „hvorki/né" er ekki túlkað og sleppa hefði átt þeim möguleika, starfsfólkið hefði þá ekki getað sýnt hlutleysi. Vangaveltur RíkisendurskoðunarI fjölmiðlum hefur aðallega borið á fyrirsögnum um öryggi sjúklinga. Í skýrslunni segir um skort á læknum. „Að sögn viðmælenda Ríkisendurskoðunar eykur það mjög álag á starfandi lækna sem og hjúkrunarfræðinga sem verða jafnvel að ganga í störf þeirra. Á sumum deildum starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað." (bls. 4) Leyfi ég mér kalla þetta vangaveltur Ríkisendurskoðunar þar sem nánari rökstuðning vantar. Landlæknisembættið fær lögboðnar skýrslur um atvik á FSA og hefði Ríkisendurskoðun verið í lófa lagið að bera atvik á FSA saman við aðrar heilbrigðisstofnanir. En nú mun Landlæknisembættið gera sérstaka úttekt á öryggi sjúklinga á FSA og ber að fagna því. Augljóst er að álag hefur aukist á hjúkrunarfræðinga FSA, einkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum og læknaskortur getur enn frekar valdið álagi, t.d. með lengri biðtíma eftir læknisþjónustu á legudeildum, bráðamóttöku og á innritunardeild. Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Skráning í sjúkraskrá sjúklings er lögbundin eins og fram kemur í skýrslunni en þar segir: „Öllum læknum ber að færa sjúkraskrá og margoft hafi það verið áréttað að þeir geri það jafnóðum." Fram kemur að því sé ábótavant vegna álags og það ógni öryggi. Í hjúkrun á FSA er sú regla virt að hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir fer ekki af vakt fyrr en skráningu er lokið. Fjöldi starfseininga og tvöföld yfirstjórn læknaStarfseiningar FSA eru í heild 38 og millistjórnendur 50 talsins. Af þeim eru 11 hjúkrunardeildastjórar en yfir- og forstöðulæknar eru 21. Í skýrslunni kemur fram að auk hjúkrunardeildarstjóra séu jafnvel bæði forstöðu- og yfirlæknar yfir deildum. Hér er 24 rúma deild sem í daglegu tali er nefnd HO- deildin en samkvæmt skipuriti FSA telst hún fimm deildir: Einn hjúkrunardeildarstjóri stjórnar hjúkruninni en fimm læknar, tveir forstöðulæknar og þrír yfirlæknar sjá um að stjórna lækningum á deildinni. Í skýrslunni segir „svo virðist því sem læknar sækist eftir að vera í stjórnunarstöðum en séu engu að síður tregir til að takast á við þá stjórnunarlegu ábyrgð". Ríkisendurskoðun bendir á að þessu verði framkvæmdastjórn FSA að breyta og einnig að leggja af tvöfalda stjórnun lækna og fækka starfseiningum. Hjúkrun á FSA fær góða dómaÍ skýrslunni kemur fram að hjúkrunardeildarstjórar standa sig mjög vel því 83% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telja sig fá nægar upplýsingar til að geta sinnt starfi sínu vel og hafa greiðan aðgang að sínum yfirmanni. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru einnig sá hópur sem þekkir verksvið sitt best (87%). Einnig er það ánægjulegt að starfsfólk hefur almennt greiðan aðgang að yfirmanni sínum og starfsandi á einingum er góður. Allar leyfðar stöður eru fullsetnar og hjúkrunarfræðinga– og ljósmæðrahópurinn með mikla starfsreynslu og víðtæka þekkingu. Hins vegar er vert að geta þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum eru settir mjög takmarkaðir möguleikar á öðru starfi, vilji þeir búa á Akureyri og einnig er hollusta mikil við sjúkrahúsið. Sérstaða FSAFSA er deildaskipt kennslusjúkrahús og varasjúkrahús LSH, sem gerir kröfur um mjög víðtæka ábyrgð og þekkingu starfsfólks. Á sömu deildinni hér liggja sjúklingar með mismunandi vandamál. Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeildinni þarf t.d. á sömu vakt að vera viðbúinn að hjúkra sjúklingum með hjartasjúkdóma/krabbamein/lungnasjúkdóma/sykursýki/nýrnasjúkdóma/smitsjúkdóma auk sjúklinga í líknarmeðferð. Af skýrslunni lærum við að alltaf má gera betur og er m.a. hafið starf við nýja stefnu sjúkrahússins. Í nýrri stefnu FSA er mikilvægt að efla hlut hjúkrunar innan sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa menntun sem þeir hafa ekki að fullu nýtt einkum vegna hefða í heilbrigðiskerfinu og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun sem nýta má mun frekar til að styrkja þjónusta við sjúklinga. Með nýrri stefnu og auknum samskiptum framkvæmdastjórnar við starfsfólk sjúkrahússins byggjum við saman enn þá öflugra sjúkrahús, sem er og verður eina varasjúkrahús LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fólk er í dag lagt inn á sjúkrahús vegna þess að auk læknismeðferðar þarfnast það hjúkrunarmeðferðar allan sólahringinn. Því er eðlilegt að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé rædd frá sjónarhóli hjúkrunar á FSA. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og hvet ég alla áhugasama að lesa hana: www.rikisendurskodun.is. Skýrslan byggir á netkönnun meðal 40% starfsmanna og viðtölum við 30 starfsmenn af þeim 600 sem hér starfa. Í niðurstöðunum vekur það athygli að svarið „hvorki/né" er ekki túlkað og sleppa hefði átt þeim möguleika, starfsfólkið hefði þá ekki getað sýnt hlutleysi. Vangaveltur RíkisendurskoðunarI fjölmiðlum hefur aðallega borið á fyrirsögnum um öryggi sjúklinga. Í skýrslunni segir um skort á læknum. „Að sögn viðmælenda Ríkisendurskoðunar eykur það mjög álag á starfandi lækna sem og hjúkrunarfræðinga sem verða jafnvel að ganga í störf þeirra. Á sumum deildum starfa svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað." (bls. 4) Leyfi ég mér kalla þetta vangaveltur Ríkisendurskoðunar þar sem nánari rökstuðning vantar. Landlæknisembættið fær lögboðnar skýrslur um atvik á FSA og hefði Ríkisendurskoðun verið í lófa lagið að bera atvik á FSA saman við aðrar heilbrigðisstofnanir. En nú mun Landlæknisembættið gera sérstaka úttekt á öryggi sjúklinga á FSA og ber að fagna því. Augljóst er að álag hefur aukist á hjúkrunarfræðinga FSA, einkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum og læknaskortur getur enn frekar valdið álagi, t.d. með lengri biðtíma eftir læknisþjónustu á legudeildum, bráðamóttöku og á innritunardeild. Þekkt staðreynd er að samhengi er á milli álags á fólk og fjölda mistaka. Þetta á við alls staðar og hefur t.d. stuðlað að miklu öryggi í flugsamgöngum. Skráning í sjúkraskrá sjúklings er lögbundin eins og fram kemur í skýrslunni en þar segir: „Öllum læknum ber að færa sjúkraskrá og margoft hafi það verið áréttað að þeir geri það jafnóðum." Fram kemur að því sé ábótavant vegna álags og það ógni öryggi. Í hjúkrun á FSA er sú regla virt að hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir fer ekki af vakt fyrr en skráningu er lokið. Fjöldi starfseininga og tvöföld yfirstjórn læknaStarfseiningar FSA eru í heild 38 og millistjórnendur 50 talsins. Af þeim eru 11 hjúkrunardeildastjórar en yfir- og forstöðulæknar eru 21. Í skýrslunni kemur fram að auk hjúkrunardeildarstjóra séu jafnvel bæði forstöðu- og yfirlæknar yfir deildum. Hér er 24 rúma deild sem í daglegu tali er nefnd HO- deildin en samkvæmt skipuriti FSA telst hún fimm deildir: Einn hjúkrunardeildarstjóri stjórnar hjúkruninni en fimm læknar, tveir forstöðulæknar og þrír yfirlæknar sjá um að stjórna lækningum á deildinni. Í skýrslunni segir „svo virðist því sem læknar sækist eftir að vera í stjórnunarstöðum en séu engu að síður tregir til að takast á við þá stjórnunarlegu ábyrgð". Ríkisendurskoðun bendir á að þessu verði framkvæmdastjórn FSA að breyta og einnig að leggja af tvöfalda stjórnun lækna og fækka starfseiningum. Hjúkrun á FSA fær góða dómaÍ skýrslunni kemur fram að hjúkrunardeildarstjórar standa sig mjög vel því 83% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telja sig fá nægar upplýsingar til að geta sinnt starfi sínu vel og hafa greiðan aðgang að sínum yfirmanni. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður eru einnig sá hópur sem þekkir verksvið sitt best (87%). Einnig er það ánægjulegt að starfsfólk hefur almennt greiðan aðgang að yfirmanni sínum og starfsandi á einingum er góður. Allar leyfðar stöður eru fullsetnar og hjúkrunarfræðinga– og ljósmæðrahópurinn með mikla starfsreynslu og víðtæka þekkingu. Hins vegar er vert að geta þess að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum eru settir mjög takmarkaðir möguleikar á öðru starfi, vilji þeir búa á Akureyri og einnig er hollusta mikil við sjúkrahúsið. Sérstaða FSAFSA er deildaskipt kennslusjúkrahús og varasjúkrahús LSH, sem gerir kröfur um mjög víðtæka ábyrgð og þekkingu starfsfólks. Á sömu deildinni hér liggja sjúklingar með mismunandi vandamál. Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeildinni þarf t.d. á sömu vakt að vera viðbúinn að hjúkra sjúklingum með hjartasjúkdóma/krabbamein/lungnasjúkdóma/sykursýki/nýrnasjúkdóma/smitsjúkdóma auk sjúklinga í líknarmeðferð. Af skýrslunni lærum við að alltaf má gera betur og er m.a. hafið starf við nýja stefnu sjúkrahússins. Í nýrri stefnu FSA er mikilvægt að efla hlut hjúkrunar innan sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa menntun sem þeir hafa ekki að fullu nýtt einkum vegna hefða í heilbrigðiskerfinu og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa sérfræðimenntun sem nýta má mun frekar til að styrkja þjónusta við sjúklinga. Með nýrri stefnu og auknum samskiptum framkvæmdastjórnar við starfsfólk sjúkrahússins byggjum við saman enn þá öflugra sjúkrahús, sem er og verður eina varasjúkrahús LSH.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar