Lögregla leitar að brennuvörgum 13. júlí 2011 05:30 Jón Viðar Matthíasson vill helst ekki þurfa að mæta nokkru sinni aftur í Hringrás. Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Klettagarða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Engan sakaði í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og aukamannskapur var kallaður út til að berjast við eldinn og tókst loksins að ráða niðurlögum hans um klukkan átta í morgun. Lögreglan fór yfir upptökur úr öryggismyndavélum í kjölfarið ásamt forsvarsmönnum Hringrásar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sést á þeim hvar bílar koma akandi upp að girðingunni umhverfis lóðina og nokkrir menn stíga út. Þeir aðhafast þar eitthvað í nokkra stund áður en einhverju sést kastað yfir girðinguna og í dekkjahauginn. Talið er að þar hafi verið um bensínsprengju að ræða. Mennirnir aka svo á brott í snatri og skömmu síðar er tilkynnt um eldinn. Það sem þykir renna stoðum undir að mennirnir hafi verið með eldfiman vökva meðferðis er að á grasbletti utan við girðinguna er sviðin jörð. Þar hefur einnig kviknað í, að því er talið er vegna þess að eldfimi vökvinn helltist niður. Mennirnir voru ófundnir í gærkvöldi. Stórbruni varð í dekkjahrúgu á sömu lóð árið 2004. Slökkvistarfið nú gekk talsvert betur. „Því miður fór reynslan frá því síðast í bankann, það hefði nú verið ágætt að vera laus við hana. En hún nýtist okkur núna,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri þegar Fréttablaðið náði tali af honum á vettvangi í fyrrinótt. „Svo er líka búið að gera ákveðnar lagfæringar á svæðinu, steypa veggi sem hólfa þetta aðeins og það hjálpar til,“ segir Jón Viðar. Skilyrði fyrir því hversu mikið magn dekkja mátti geyma á lóðinni hafi alltaf verið fyrir hendi og nú hafi þau verið virt, en það sama var ekki uppi á teningnum 2004. Það varð íbúum í hverfinu til happs að vindáttin í fyrrinótt var hagstæð. Vindur úr suð-suðaustri gerði það að verkum að reykinn lagði á haf út, ólíkt því sem var árið 2004 þegar reykinn lagði að hluta yfir íbúðabyggð og rýma þurfti fjölda húsa. „Það væri skelfilegt ef mökkurinn færi yfir íbúðahverfi, að ég tali nú ekki um yfir á dvalarheimilið [Hrafnistu],“ sagði Jón Viðar á vettvangi. Reykurinn hafi að geyma eiturgufur sem fari mjög illa í fólk. „Það er hrikalega mikill skítur sem kemur úr þessum reyk. 2004 voru menn lengi að ná sér, voru að hósta þessu úr sér og voru veikir, bæði hjá okkur og lögreglunni, og voru frá í töluverðan tíma.“ Hann sagði jafnframt að á tímabili hefði verið hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi skemmur. Þótt eldurinn hafi verið slökktur í gærmorgun var slökkvilið þar að störfum í allan gærdag og var með vakt fram eftir gærkvöldinu enda þarf ekki miklar glæður til að eldur komi upp að nýju í erfiðum eldsmat eins og dekkjum og dekkjakurli. Við þetta má bæta að eldsvoðinn raskaði starfsemi nokkurra fyrirtækja við Sundahöfn í gær, meðal annars Eimskips, vegna mengunar.stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Klettagarða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Engan sakaði í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og aukamannskapur var kallaður út til að berjast við eldinn og tókst loksins að ráða niðurlögum hans um klukkan átta í morgun. Lögreglan fór yfir upptökur úr öryggismyndavélum í kjölfarið ásamt forsvarsmönnum Hringrásar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sést á þeim hvar bílar koma akandi upp að girðingunni umhverfis lóðina og nokkrir menn stíga út. Þeir aðhafast þar eitthvað í nokkra stund áður en einhverju sést kastað yfir girðinguna og í dekkjahauginn. Talið er að þar hafi verið um bensínsprengju að ræða. Mennirnir aka svo á brott í snatri og skömmu síðar er tilkynnt um eldinn. Það sem þykir renna stoðum undir að mennirnir hafi verið með eldfiman vökva meðferðis er að á grasbletti utan við girðinguna er sviðin jörð. Þar hefur einnig kviknað í, að því er talið er vegna þess að eldfimi vökvinn helltist niður. Mennirnir voru ófundnir í gærkvöldi. Stórbruni varð í dekkjahrúgu á sömu lóð árið 2004. Slökkvistarfið nú gekk talsvert betur. „Því miður fór reynslan frá því síðast í bankann, það hefði nú verið ágætt að vera laus við hana. En hún nýtist okkur núna,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri þegar Fréttablaðið náði tali af honum á vettvangi í fyrrinótt. „Svo er líka búið að gera ákveðnar lagfæringar á svæðinu, steypa veggi sem hólfa þetta aðeins og það hjálpar til,“ segir Jón Viðar. Skilyrði fyrir því hversu mikið magn dekkja mátti geyma á lóðinni hafi alltaf verið fyrir hendi og nú hafi þau verið virt, en það sama var ekki uppi á teningnum 2004. Það varð íbúum í hverfinu til happs að vindáttin í fyrrinótt var hagstæð. Vindur úr suð-suðaustri gerði það að verkum að reykinn lagði á haf út, ólíkt því sem var árið 2004 þegar reykinn lagði að hluta yfir íbúðabyggð og rýma þurfti fjölda húsa. „Það væri skelfilegt ef mökkurinn færi yfir íbúðahverfi, að ég tali nú ekki um yfir á dvalarheimilið [Hrafnistu],“ sagði Jón Viðar á vettvangi. Reykurinn hafi að geyma eiturgufur sem fari mjög illa í fólk. „Það er hrikalega mikill skítur sem kemur úr þessum reyk. 2004 voru menn lengi að ná sér, voru að hósta þessu úr sér og voru veikir, bæði hjá okkur og lögreglunni, og voru frá í töluverðan tíma.“ Hann sagði jafnframt að á tímabili hefði verið hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi skemmur. Þótt eldurinn hafi verið slökktur í gærmorgun var slökkvilið þar að störfum í allan gærdag og var með vakt fram eftir gærkvöldinu enda þarf ekki miklar glæður til að eldur komi upp að nýju í erfiðum eldsmat eins og dekkjum og dekkjakurli. Við þetta má bæta að eldsvoðinn raskaði starfsemi nokkurra fyrirtækja við Sundahöfn í gær, meðal annars Eimskips, vegna mengunar.stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent