Öskrað í eyru áhorfandans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. júlí 2011 13:30 Transformers: Dark of the Moon. Bíó. Transformers: Dark of the Moon. Leikstjóri: Michael Bay. Aðalhlutverk: Shia LaBeouf, John Turtorro, Rosie Huntington-Whiteley, Patrick Dempsey, John Malcovich, Frances McDormand. Fyrsta myndin í Transformers-seríunni var nokkuð skemmtileg en framhald hennar var dapurt. Þriðja myndin var því mikið lottó og ég ákvað að gera mér ekki of miklar vonir. Enn á ný fylgjumst við með baráttu góðra vélmenna við illa bræður sína. Hinn kveifarlegi Sam Witwicky (LaBeouf) flækist sem áður inn í atburðarásina og í þetta sinn ætla hinir illu Decepticons að sölsa undir sig jörðina fyrir fullt og allt. Transformers: Dark of the Moon er þreytandi. Mér leið hálfpartinn eins og Michael Bay sjálfur sæti við hliðina á mér í kvikmyndahúsinu og öskraði í eyrun á mér. Hljóðstyrkurinn var að vísu ekki vandamálið, heldur sá sjónræni hávaði sem virtist engan endi ætla að taka. Ég ímynda mér að handritið allt sé skrifað í caps lock og að allar setningar endi á þremur upphrópunarmerkjum. Í upphafi seríunnar var Sam Witwicky dúllulegur flækjufótur en nú ber hann öll helstu einkenni kókaínfíkils. Hann er paranojusjúklingur og gjörðir hans eru óútreiknanlegar. Megan Fox hefur vikið fyrir hinni útgeislunarsnauðu Rosie Huntington-Whitely í hlutverki kærustunnar. Michael Bay er þekktur fyrir harðræði á tökustað og Whitely ber þess líkamleg merki, en hún er með bólgna efri vör alla myndina. Eftir klaufalegan (en þó þolanlegan) fyrri hluta hefst hasarinn. Á rúmum klukkutíma er Chicago lögð í rúst og áhorfandinn fær að sjá afdrif hvers einasta múrsteins. Það er merkilegt þegar myndir snúast svona gjörsamlega í andhverfu sína. Hasarinn er svo yfirdrifinn að áhorfandinn byrjar að geispa. Hann gæti eins legið í sófanum heima að horfa á golf. Niðurstaða: Þreytandi brellusvall sem hefði mátt enda í hléi. Mest lesið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Transformers: Dark of the Moon. Leikstjóri: Michael Bay. Aðalhlutverk: Shia LaBeouf, John Turtorro, Rosie Huntington-Whiteley, Patrick Dempsey, John Malcovich, Frances McDormand. Fyrsta myndin í Transformers-seríunni var nokkuð skemmtileg en framhald hennar var dapurt. Þriðja myndin var því mikið lottó og ég ákvað að gera mér ekki of miklar vonir. Enn á ný fylgjumst við með baráttu góðra vélmenna við illa bræður sína. Hinn kveifarlegi Sam Witwicky (LaBeouf) flækist sem áður inn í atburðarásina og í þetta sinn ætla hinir illu Decepticons að sölsa undir sig jörðina fyrir fullt og allt. Transformers: Dark of the Moon er þreytandi. Mér leið hálfpartinn eins og Michael Bay sjálfur sæti við hliðina á mér í kvikmyndahúsinu og öskraði í eyrun á mér. Hljóðstyrkurinn var að vísu ekki vandamálið, heldur sá sjónræni hávaði sem virtist engan endi ætla að taka. Ég ímynda mér að handritið allt sé skrifað í caps lock og að allar setningar endi á þremur upphrópunarmerkjum. Í upphafi seríunnar var Sam Witwicky dúllulegur flækjufótur en nú ber hann öll helstu einkenni kókaínfíkils. Hann er paranojusjúklingur og gjörðir hans eru óútreiknanlegar. Megan Fox hefur vikið fyrir hinni útgeislunarsnauðu Rosie Huntington-Whitely í hlutverki kærustunnar. Michael Bay er þekktur fyrir harðræði á tökustað og Whitely ber þess líkamleg merki, en hún er með bólgna efri vör alla myndina. Eftir klaufalegan (en þó þolanlegan) fyrri hluta hefst hasarinn. Á rúmum klukkutíma er Chicago lögð í rúst og áhorfandinn fær að sjá afdrif hvers einasta múrsteins. Það er merkilegt þegar myndir snúast svona gjörsamlega í andhverfu sína. Hasarinn er svo yfirdrifinn að áhorfandinn byrjar að geispa. Hann gæti eins legið í sófanum heima að horfa á golf. Niðurstaða: Þreytandi brellusvall sem hefði mátt enda í hléi.
Mest lesið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira