Náttúra og dýralíf Óskar H. Valtýsson skrifar 30. júní 2011 06:00 Á undanförnum áratugum hafa viðhorf til náttúru og dýralífs tekið stórstígum framförum. Maðurinn gerir sér sífellt betur grein fyrir áhrifum sínum í viðkvæmu lífríki jarðar. Nokkuð ber á áhyggjum varðandi afkomu villtra dýrastofna, t.d. þeirra sem eiga allt sitt undir viðkomu regnskóga Suður-Ameríku eða þá hvítabjarna hér á norðurhjara sem eiga í vök að verjast vegna rýrnandi kjörlendis. Þrátt fyrir þessa kærkomnu vakningu er þó einn hópur dýra afskiptur þegar fjallað er um verndun náttúru- og dýralífs, en það eru eldisdýrin. Þar skýtur eilítið skökku við, því hvergi hefur altækur ráðstöfunarréttur manna yfir lífi og velferð dýra meiri og verri afleiðingar en einmitt í þeim geira. Hvað veldur því að svo lítið fer fyrir umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk? Erum við neytendur dýraafurða feimnir við umfjöllun um velferð eldisdýra? Þykir okkur ef til vill ósamrýmanlegt að berjast fyrir hagsmunum þeirra á sama tíma og við neytum afurða þeirra og þau falli því hvort eð er í valinn í okkar þágu? Halda fjölmiðlar sig til hlés í umræðunni til að verða ekki af auglýsingatekjum framleiðenda og seljenda dýraafurða? Þegar horft er til þess alræðisvalds sem mannskepnan tekur sér yfir náttúru og dýralífi má gera ráð fyrir að slíku fylgi mikil ábyrgð. Eru viðhorf hvað þetta varðar óumbreytanleg í okkar annars víðsýna samfélagi? Hvílir ekki sú siðferðilega skylda á okkur að tryggja bjargarlausum eldisdýrunum viðhlítandi aðbúnað þann tíma sem þau draga lífsandann? Nýverið náðu áströlsk dýraverndarsamtök að beina kastljósi fjölmiðla að svívirðilegri meðferð sláturdýra í Indónesíu, en Ástralir hafa um árabil flutt þangað eldisdýr á fæti. Í meira en áratug hefur ábendingum um skelfilega meðferð dýranna verið komið á framfæri við áströlsk stjórnvöld án þess að nokkuð væri aðhafst af þeirra hálfu. Þau hafa fram að þessu hunsað slíkar upplýsingar og tekið efnahagslega hagsmuni fram yfir siðferðislegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi meðferð eldisdýra. Það var ekki fyrr en átta dögum eftir að mikil reiðialda reis í landinu í kjölfar birtingar myndskeiða af meðferð sláturdýranna, að stjórnvöld neyddust til að stöðva útflutninginn. Þrátt fyrir að bannið sé einungis tímabundið er hér þó um merk tímamót að ræða því það heyrir til undantekninga að efnahagslegir hagsmunir ríkja eða einkaaðila víki fyrir velferð dýra. Þó að umrædd myndskeið séu svo yfirgengilega hrottaleg að öllu venjulegu fólki ofbjóði eru til sannanir um sambærilega og jafnvel verri meðferð eldisdýra í okkar heimshluta. Í sjálfbirgingslegri einfeldni gefum við Íslendingar okkur að ástand dýraverndarmála sé annað og betra hér á landi en í fjarlægum heimshlutum – að svona nokkuð gerist ekki hér í okkar góða landi. Það var því verulegt áfall þegar á liðnum vetri komu fram upplýsingar um tannklippingar grísa og geldingar unggalta í íslenskum eldisbúum, aðgerðir sem framkvæmdar voru á fyrirlitlegan hátt, deyfingarlaust og án aðkomu dýralækna. Þegar eftir var gengið voru viðbrögð og skýringar þeirra sem ábyrgð báru á þessum óhæfuverkum óásættanlegar og siðlausar með öllu. Að bera fyrir sig að um einfalt reikningsdæmi hafi verið að ræða og að höfð hafi verið að leiðarljósi arðsemis- og hagnaðarsjónarmið eru óboðleg rök í siðaðra manna samfélagi. Að einu leyti hafa þessir aðilar þó rétt fyrir sér. Þeir bera fyrir sig að við neytendur krefjumst ódýrrar kjötvöru og að hana viljum við fá burtséð frá velferð þeirra dýra sem í hlut eiga. Er sanngjarnt af framleiðendum að gera okkur neytendur á þennan hátt samseka skefjalausum níðingsskap gagnvart varnarlausum málleysingjunum? Já, því miður er það svo. Við neytendur dýraafurða erum svo sannarlega samsekir þegar litið er til skelfilegs aðbúnaðar dýra í verksmiðjubúskap og þar sem stunduð er fjöldaframleiðsla í landbúnaði. Síauknar kröfur okkar um aðgengi að slíkum afurðum á lágu verði eru helsta orsök þess að eldisdýr búa við óviðunandi aðbúnað og skerta velferð. Mál er að linni og gera þarf gangskör að því að breyta neysluvenjum á afgerandi hátt. Það er ekkert sem mælir með því að mannskepnan neyti kjöts eða annarra dýraafurða í hvert mál, þvert á móti. Við neytendur þurfum að snúa við blaðinu og gera þá kröfu til framleiðenda og seljenda landbúnaðarafurða að á boðstólum séu afurðir sem vottað sé af þar til bærum aðilum að séu afurðir eldisdýra sem búið hafi við siðlegar aðstæður þar sem eðlislægum þörfum þeirra og velferð hafi verið sinnt. Í því felst enginn tvískinnungur eins og gagnrýnendur þeirra sem krefjast aðgangs að lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum hafa haldið fram. Séum við í vafa um að dýrin skynji sársauka og ótta eða lifi við þröngan kost og langvarandi kvalræði ber okkur að láta blessuð skinnin njóta vafans. Það fer ágætlega saman að vera neytandi en jafnframt að huga að velferð og aðbúnaði þessara hrekk- og saklausu samferðafélaga okkar hér á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hafa viðhorf til náttúru og dýralífs tekið stórstígum framförum. Maðurinn gerir sér sífellt betur grein fyrir áhrifum sínum í viðkvæmu lífríki jarðar. Nokkuð ber á áhyggjum varðandi afkomu villtra dýrastofna, t.d. þeirra sem eiga allt sitt undir viðkomu regnskóga Suður-Ameríku eða þá hvítabjarna hér á norðurhjara sem eiga í vök að verjast vegna rýrnandi kjörlendis. Þrátt fyrir þessa kærkomnu vakningu er þó einn hópur dýra afskiptur þegar fjallað er um verndun náttúru- og dýralífs, en það eru eldisdýrin. Þar skýtur eilítið skökku við, því hvergi hefur altækur ráðstöfunarréttur manna yfir lífi og velferð dýra meiri og verri afleiðingar en einmitt í þeim geira. Hvað veldur því að svo lítið fer fyrir umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk? Erum við neytendur dýraafurða feimnir við umfjöllun um velferð eldisdýra? Þykir okkur ef til vill ósamrýmanlegt að berjast fyrir hagsmunum þeirra á sama tíma og við neytum afurða þeirra og þau falli því hvort eð er í valinn í okkar þágu? Halda fjölmiðlar sig til hlés í umræðunni til að verða ekki af auglýsingatekjum framleiðenda og seljenda dýraafurða? Þegar horft er til þess alræðisvalds sem mannskepnan tekur sér yfir náttúru og dýralífi má gera ráð fyrir að slíku fylgi mikil ábyrgð. Eru viðhorf hvað þetta varðar óumbreytanleg í okkar annars víðsýna samfélagi? Hvílir ekki sú siðferðilega skylda á okkur að tryggja bjargarlausum eldisdýrunum viðhlítandi aðbúnað þann tíma sem þau draga lífsandann? Nýverið náðu áströlsk dýraverndarsamtök að beina kastljósi fjölmiðla að svívirðilegri meðferð sláturdýra í Indónesíu, en Ástralir hafa um árabil flutt þangað eldisdýr á fæti. Í meira en áratug hefur ábendingum um skelfilega meðferð dýranna verið komið á framfæri við áströlsk stjórnvöld án þess að nokkuð væri aðhafst af þeirra hálfu. Þau hafa fram að þessu hunsað slíkar upplýsingar og tekið efnahagslega hagsmuni fram yfir siðferðislegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi meðferð eldisdýra. Það var ekki fyrr en átta dögum eftir að mikil reiðialda reis í landinu í kjölfar birtingar myndskeiða af meðferð sláturdýranna, að stjórnvöld neyddust til að stöðva útflutninginn. Þrátt fyrir að bannið sé einungis tímabundið er hér þó um merk tímamót að ræða því það heyrir til undantekninga að efnahagslegir hagsmunir ríkja eða einkaaðila víki fyrir velferð dýra. Þó að umrædd myndskeið séu svo yfirgengilega hrottaleg að öllu venjulegu fólki ofbjóði eru til sannanir um sambærilega og jafnvel verri meðferð eldisdýra í okkar heimshluta. Í sjálfbirgingslegri einfeldni gefum við Íslendingar okkur að ástand dýraverndarmála sé annað og betra hér á landi en í fjarlægum heimshlutum – að svona nokkuð gerist ekki hér í okkar góða landi. Það var því verulegt áfall þegar á liðnum vetri komu fram upplýsingar um tannklippingar grísa og geldingar unggalta í íslenskum eldisbúum, aðgerðir sem framkvæmdar voru á fyrirlitlegan hátt, deyfingarlaust og án aðkomu dýralækna. Þegar eftir var gengið voru viðbrögð og skýringar þeirra sem ábyrgð báru á þessum óhæfuverkum óásættanlegar og siðlausar með öllu. Að bera fyrir sig að um einfalt reikningsdæmi hafi verið að ræða og að höfð hafi verið að leiðarljósi arðsemis- og hagnaðarsjónarmið eru óboðleg rök í siðaðra manna samfélagi. Að einu leyti hafa þessir aðilar þó rétt fyrir sér. Þeir bera fyrir sig að við neytendur krefjumst ódýrrar kjötvöru og að hana viljum við fá burtséð frá velferð þeirra dýra sem í hlut eiga. Er sanngjarnt af framleiðendum að gera okkur neytendur á þennan hátt samseka skefjalausum níðingsskap gagnvart varnarlausum málleysingjunum? Já, því miður er það svo. Við neytendur dýraafurða erum svo sannarlega samsekir þegar litið er til skelfilegs aðbúnaðar dýra í verksmiðjubúskap og þar sem stunduð er fjöldaframleiðsla í landbúnaði. Síauknar kröfur okkar um aðgengi að slíkum afurðum á lágu verði eru helsta orsök þess að eldisdýr búa við óviðunandi aðbúnað og skerta velferð. Mál er að linni og gera þarf gangskör að því að breyta neysluvenjum á afgerandi hátt. Það er ekkert sem mælir með því að mannskepnan neyti kjöts eða annarra dýraafurða í hvert mál, þvert á móti. Við neytendur þurfum að snúa við blaðinu og gera þá kröfu til framleiðenda og seljenda landbúnaðarafurða að á boðstólum séu afurðir sem vottað sé af þar til bærum aðilum að séu afurðir eldisdýra sem búið hafi við siðlegar aðstæður þar sem eðlislægum þörfum þeirra og velferð hafi verið sinnt. Í því felst enginn tvískinnungur eins og gagnrýnendur þeirra sem krefjast aðgangs að lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum hafa haldið fram. Séum við í vafa um að dýrin skynji sársauka og ótta eða lifi við þröngan kost og langvarandi kvalræði ber okkur að láta blessuð skinnin njóta vafans. Það fer ágætlega saman að vera neytandi en jafnframt að huga að velferð og aðbúnaði þessara hrekk- og saklausu samferðafélaga okkar hér á jörðinni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun