Náttúra og dýralíf Óskar H. Valtýsson skrifar 30. júní 2011 06:00 Á undanförnum áratugum hafa viðhorf til náttúru og dýralífs tekið stórstígum framförum. Maðurinn gerir sér sífellt betur grein fyrir áhrifum sínum í viðkvæmu lífríki jarðar. Nokkuð ber á áhyggjum varðandi afkomu villtra dýrastofna, t.d. þeirra sem eiga allt sitt undir viðkomu regnskóga Suður-Ameríku eða þá hvítabjarna hér á norðurhjara sem eiga í vök að verjast vegna rýrnandi kjörlendis. Þrátt fyrir þessa kærkomnu vakningu er þó einn hópur dýra afskiptur þegar fjallað er um verndun náttúru- og dýralífs, en það eru eldisdýrin. Þar skýtur eilítið skökku við, því hvergi hefur altækur ráðstöfunarréttur manna yfir lífi og velferð dýra meiri og verri afleiðingar en einmitt í þeim geira. Hvað veldur því að svo lítið fer fyrir umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk? Erum við neytendur dýraafurða feimnir við umfjöllun um velferð eldisdýra? Þykir okkur ef til vill ósamrýmanlegt að berjast fyrir hagsmunum þeirra á sama tíma og við neytum afurða þeirra og þau falli því hvort eð er í valinn í okkar þágu? Halda fjölmiðlar sig til hlés í umræðunni til að verða ekki af auglýsingatekjum framleiðenda og seljenda dýraafurða? Þegar horft er til þess alræðisvalds sem mannskepnan tekur sér yfir náttúru og dýralífi má gera ráð fyrir að slíku fylgi mikil ábyrgð. Eru viðhorf hvað þetta varðar óumbreytanleg í okkar annars víðsýna samfélagi? Hvílir ekki sú siðferðilega skylda á okkur að tryggja bjargarlausum eldisdýrunum viðhlítandi aðbúnað þann tíma sem þau draga lífsandann? Nýverið náðu áströlsk dýraverndarsamtök að beina kastljósi fjölmiðla að svívirðilegri meðferð sláturdýra í Indónesíu, en Ástralir hafa um árabil flutt þangað eldisdýr á fæti. Í meira en áratug hefur ábendingum um skelfilega meðferð dýranna verið komið á framfæri við áströlsk stjórnvöld án þess að nokkuð væri aðhafst af þeirra hálfu. Þau hafa fram að þessu hunsað slíkar upplýsingar og tekið efnahagslega hagsmuni fram yfir siðferðislegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi meðferð eldisdýra. Það var ekki fyrr en átta dögum eftir að mikil reiðialda reis í landinu í kjölfar birtingar myndskeiða af meðferð sláturdýranna, að stjórnvöld neyddust til að stöðva útflutninginn. Þrátt fyrir að bannið sé einungis tímabundið er hér þó um merk tímamót að ræða því það heyrir til undantekninga að efnahagslegir hagsmunir ríkja eða einkaaðila víki fyrir velferð dýra. Þó að umrædd myndskeið séu svo yfirgengilega hrottaleg að öllu venjulegu fólki ofbjóði eru til sannanir um sambærilega og jafnvel verri meðferð eldisdýra í okkar heimshluta. Í sjálfbirgingslegri einfeldni gefum við Íslendingar okkur að ástand dýraverndarmála sé annað og betra hér á landi en í fjarlægum heimshlutum – að svona nokkuð gerist ekki hér í okkar góða landi. Það var því verulegt áfall þegar á liðnum vetri komu fram upplýsingar um tannklippingar grísa og geldingar unggalta í íslenskum eldisbúum, aðgerðir sem framkvæmdar voru á fyrirlitlegan hátt, deyfingarlaust og án aðkomu dýralækna. Þegar eftir var gengið voru viðbrögð og skýringar þeirra sem ábyrgð báru á þessum óhæfuverkum óásættanlegar og siðlausar með öllu. Að bera fyrir sig að um einfalt reikningsdæmi hafi verið að ræða og að höfð hafi verið að leiðarljósi arðsemis- og hagnaðarsjónarmið eru óboðleg rök í siðaðra manna samfélagi. Að einu leyti hafa þessir aðilar þó rétt fyrir sér. Þeir bera fyrir sig að við neytendur krefjumst ódýrrar kjötvöru og að hana viljum við fá burtséð frá velferð þeirra dýra sem í hlut eiga. Er sanngjarnt af framleiðendum að gera okkur neytendur á þennan hátt samseka skefjalausum níðingsskap gagnvart varnarlausum málleysingjunum? Já, því miður er það svo. Við neytendur dýraafurða erum svo sannarlega samsekir þegar litið er til skelfilegs aðbúnaðar dýra í verksmiðjubúskap og þar sem stunduð er fjöldaframleiðsla í landbúnaði. Síauknar kröfur okkar um aðgengi að slíkum afurðum á lágu verði eru helsta orsök þess að eldisdýr búa við óviðunandi aðbúnað og skerta velferð. Mál er að linni og gera þarf gangskör að því að breyta neysluvenjum á afgerandi hátt. Það er ekkert sem mælir með því að mannskepnan neyti kjöts eða annarra dýraafurða í hvert mál, þvert á móti. Við neytendur þurfum að snúa við blaðinu og gera þá kröfu til framleiðenda og seljenda landbúnaðarafurða að á boðstólum séu afurðir sem vottað sé af þar til bærum aðilum að séu afurðir eldisdýra sem búið hafi við siðlegar aðstæður þar sem eðlislægum þörfum þeirra og velferð hafi verið sinnt. Í því felst enginn tvískinnungur eins og gagnrýnendur þeirra sem krefjast aðgangs að lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum hafa haldið fram. Séum við í vafa um að dýrin skynji sársauka og ótta eða lifi við þröngan kost og langvarandi kvalræði ber okkur að láta blessuð skinnin njóta vafans. Það fer ágætlega saman að vera neytandi en jafnframt að huga að velferð og aðbúnaði þessara hrekk- og saklausu samferðafélaga okkar hér á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hafa viðhorf til náttúru og dýralífs tekið stórstígum framförum. Maðurinn gerir sér sífellt betur grein fyrir áhrifum sínum í viðkvæmu lífríki jarðar. Nokkuð ber á áhyggjum varðandi afkomu villtra dýrastofna, t.d. þeirra sem eiga allt sitt undir viðkomu regnskóga Suður-Ameríku eða þá hvítabjarna hér á norðurhjara sem eiga í vök að verjast vegna rýrnandi kjörlendis. Þrátt fyrir þessa kærkomnu vakningu er þó einn hópur dýra afskiptur þegar fjallað er um verndun náttúru- og dýralífs, en það eru eldisdýrin. Þar skýtur eilítið skökku við, því hvergi hefur altækur ráðstöfunarréttur manna yfir lífi og velferð dýra meiri og verri afleiðingar en einmitt í þeim geira. Hvað veldur því að svo lítið fer fyrir umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk? Erum við neytendur dýraafurða feimnir við umfjöllun um velferð eldisdýra? Þykir okkur ef til vill ósamrýmanlegt að berjast fyrir hagsmunum þeirra á sama tíma og við neytum afurða þeirra og þau falli því hvort eð er í valinn í okkar þágu? Halda fjölmiðlar sig til hlés í umræðunni til að verða ekki af auglýsingatekjum framleiðenda og seljenda dýraafurða? Þegar horft er til þess alræðisvalds sem mannskepnan tekur sér yfir náttúru og dýralífi má gera ráð fyrir að slíku fylgi mikil ábyrgð. Eru viðhorf hvað þetta varðar óumbreytanleg í okkar annars víðsýna samfélagi? Hvílir ekki sú siðferðilega skylda á okkur að tryggja bjargarlausum eldisdýrunum viðhlítandi aðbúnað þann tíma sem þau draga lífsandann? Nýverið náðu áströlsk dýraverndarsamtök að beina kastljósi fjölmiðla að svívirðilegri meðferð sláturdýra í Indónesíu, en Ástralir hafa um árabil flutt þangað eldisdýr á fæti. Í meira en áratug hefur ábendingum um skelfilega meðferð dýranna verið komið á framfæri við áströlsk stjórnvöld án þess að nokkuð væri aðhafst af þeirra hálfu. Þau hafa fram að þessu hunsað slíkar upplýsingar og tekið efnahagslega hagsmuni fram yfir siðferðislegar skyldur og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi meðferð eldisdýra. Það var ekki fyrr en átta dögum eftir að mikil reiðialda reis í landinu í kjölfar birtingar myndskeiða af meðferð sláturdýranna, að stjórnvöld neyddust til að stöðva útflutninginn. Þrátt fyrir að bannið sé einungis tímabundið er hér þó um merk tímamót að ræða því það heyrir til undantekninga að efnahagslegir hagsmunir ríkja eða einkaaðila víki fyrir velferð dýra. Þó að umrædd myndskeið séu svo yfirgengilega hrottaleg að öllu venjulegu fólki ofbjóði eru til sannanir um sambærilega og jafnvel verri meðferð eldisdýra í okkar heimshluta. Í sjálfbirgingslegri einfeldni gefum við Íslendingar okkur að ástand dýraverndarmála sé annað og betra hér á landi en í fjarlægum heimshlutum – að svona nokkuð gerist ekki hér í okkar góða landi. Það var því verulegt áfall þegar á liðnum vetri komu fram upplýsingar um tannklippingar grísa og geldingar unggalta í íslenskum eldisbúum, aðgerðir sem framkvæmdar voru á fyrirlitlegan hátt, deyfingarlaust og án aðkomu dýralækna. Þegar eftir var gengið voru viðbrögð og skýringar þeirra sem ábyrgð báru á þessum óhæfuverkum óásættanlegar og siðlausar með öllu. Að bera fyrir sig að um einfalt reikningsdæmi hafi verið að ræða og að höfð hafi verið að leiðarljósi arðsemis- og hagnaðarsjónarmið eru óboðleg rök í siðaðra manna samfélagi. Að einu leyti hafa þessir aðilar þó rétt fyrir sér. Þeir bera fyrir sig að við neytendur krefjumst ódýrrar kjötvöru og að hana viljum við fá burtséð frá velferð þeirra dýra sem í hlut eiga. Er sanngjarnt af framleiðendum að gera okkur neytendur á þennan hátt samseka skefjalausum níðingsskap gagnvart varnarlausum málleysingjunum? Já, því miður er það svo. Við neytendur dýraafurða erum svo sannarlega samsekir þegar litið er til skelfilegs aðbúnaðar dýra í verksmiðjubúskap og þar sem stunduð er fjöldaframleiðsla í landbúnaði. Síauknar kröfur okkar um aðgengi að slíkum afurðum á lágu verði eru helsta orsök þess að eldisdýr búa við óviðunandi aðbúnað og skerta velferð. Mál er að linni og gera þarf gangskör að því að breyta neysluvenjum á afgerandi hátt. Það er ekkert sem mælir með því að mannskepnan neyti kjöts eða annarra dýraafurða í hvert mál, þvert á móti. Við neytendur þurfum að snúa við blaðinu og gera þá kröfu til framleiðenda og seljenda landbúnaðarafurða að á boðstólum séu afurðir sem vottað sé af þar til bærum aðilum að séu afurðir eldisdýra sem búið hafi við siðlegar aðstæður þar sem eðlislægum þörfum þeirra og velferð hafi verið sinnt. Í því felst enginn tvískinnungur eins og gagnrýnendur þeirra sem krefjast aðgangs að lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum hafa haldið fram. Séum við í vafa um að dýrin skynji sársauka og ótta eða lifi við þröngan kost og langvarandi kvalræði ber okkur að láta blessuð skinnin njóta vafans. Það fer ágætlega saman að vera neytandi en jafnframt að huga að velferð og aðbúnaði þessara hrekk- og saklausu samferðafélaga okkar hér á jörðinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar